Bergur og nýja þráhyggjan.

Bergur fékk í vöggugjöf töluvert mikla þráhyggju.  Hún hefur síðustu ár snúist að mjög miklu leyti um flugelda og er engu logið þegar sagt er að hann sé mesti flugeldaáhugamaður Íslands.  Hann er allt árið að bíða eftir 28 Desember, því þá er byrjað að selja flugelda og þá má maður skjóta upp án þess að eiga það á hættu að löggan banki uppá hjá manni.  

Annars hafa árin liðið þannig að eftir áramótin og þrettándann erum við að reyna að slökkva þessa þráhyggju hægt og rólega og tekst það svona sirka í kring um vor.  Sumrin ganga síðan nokkuð rólega fyrir sig og ekki mikið verið að spá í flugelda, en þó alltaf öðru hvoru.  Í lok sumars taka síðan við bæjarhátíðir eins og Ljósanótt, Menningarnótt, Selfossdagar og annað slíkt þar sem slúttað er með flugeldasýningum.  Þá gýs yfirleitt upp aftur þessi áhugi sem síðan stigmagnast og nær hápunkti 28 Desember.   

Nýlega tók sér bólfestu ný þráhyggja hjá Bergi sem snýst um úrkomu, regn eða snjókomu.  Þessi þráhyggja er öllu öðru sterkara og hefur Bergur átt mjög erfitt með að hafa stjórn á sér þegar hún tekur af honum völdin.  Þegar þetta er ritað er flugeldasala á fullu en litli flueldakallinn minn er fastur i að draga fyrir glugga og að spá í hvenær muni hætta að snjóa.  Í fyrsta sinn eru fluegldarnir ekki í fyrsta öðru og þriðja sæti. 

Núna tekur nýja þráhyggjan alla skemmtun og gleði sem hann hafði af þeirri þráhyggju og hreinlega slekkur á honum.  

Hann hefur dregið úr brjálæðisköstum þegar þetta er skrifað og tekið uppá því að draga teppi eða annað yfir höfuðið og bíða þar til hætti að snjóa.  Ef hann er úti eða í bílnum, þá dregur hann hettuna á úlpunni yfir sig.   Svefnpoki

 

 

 Hetta

 

Teppi 

 

 

 

 

 

 

Þetta myndband er tekið 28 Desember, sem er dagurinn sem flugeldasölurnar opna.  Við vorum búnir að fara á eina flugeldasölu og versla og að öllu jöfnu hefði hann snúist í hringi um góssið sitt og ljómað af gleði yfir því.  En þarna hafði nýlega byrjað að snjóa og þráhyggjan tekur yfir.  Við höfðum að ásettu ráði tekið niður rúllugardínur svo hann væri ekki að draga þær niður og upp endalaust en hann reynir samt að draga aðrar gardínur fyrir.  Takið líka eftir þegar hann situr í sófanum og í sjónvarpinu kemur flugeldaauglýsing sem að öllu jöfnu hefði fangað alla hans athygli.  Núna lítur hann ekki á sjónvarpið en horfir bara út um gluggann á snjókomuna.  Þetta er mjög ólíkt flugeldaáhugamanninum honum Bergi.  

 

 

Hjálp !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 21178

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband