Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Brotinn kragi og laus hundur.

Jæja kallinn hafði það af að mölbrjóta kragann sinn fína og því þurfti að hringja út dýralækni á þriðjudagskvöldið og fá hjá honum nýjan kraga. Hann kíkti í leiðinni á sauminn og sagði allt vera á góðri leið.  Í gær stakk gæjinn síðan af.  Hann hafði verið úti í garði með Gyðu að leika sér aðeins þegar hann sér lausan hund hlaupa hjá.  Okkar maður náttúrulega lang spenntastur að fara að leika við þennan hund og þurfti ég að hlaupa ansi langt á eftir þessum tveim villingum áður en ég fékk Goða til þess að koma til mín.  Ég hafði nokkrar áhyggjur vegna þess að hann var enn með sauminn í sér og mátti helst ekki vera að fara neitt í hann og einnig að ég myndi hreinlega týna honum.  En allt fór þetta þó vel að lokum. Joyful

Kv.

Kej 


London Calling ferðasaga. 1. hluti.

Við hjónin skruppum til lundúna í fimm daga nú í byrjun árs. Inga var að fara ásamt nokkrum samkennurum á tölvu og tækniráðstefnu sem kallast BETT og er haldin árlega. Þar sem ég var í aðstöðu til að skella mér með þá gerði ég það. Ég hafði aldrei komið til london áður en Inga fór þegar hún var lþó nokkuð yngri. Við vorum því nokkuð forvitinn að koma þangað. Einhverra hluta vegna höfum við ekkert verið neitt rosalega spennt fyrir london.  Við höfðum bæði þá mynd í höfðum okkar að þetta væri óhrein, óörugg og fúl borg sem í byggju bara fótboltabullur og annar leiðindalýður GetLost. Vá hvað við höfðum rangt fyrir okkur.símaklefi

Við ákváðum að fara út degi fyrr en kennarahópurinn þar sem flugið þeirra var orðið nokkuð þétt bókað (alltaf stuð að ferðast á starfsmannmiðum). Við tókum síðdegisflugið og vorum komin uppá hótel um kl. 2200.  Hótelið heitir Jurys Clifton og er rétt fyrir ofan Oxford street.  Við vorum sársvöng eftir ferðalagið og fórum strax út að leita að einhverjum veitingastöðum.  Við fundum fljótlega littla þyrpingu af matsölustöðum og gátum valið á milli amerísks, ítalsks, líbansks eða fransks matseðils. Fyrir utan líbanska staðinn sat fólk og reykti vatnspípur og í einfeldni okkar töldum við víst að þarna væri einhver ópíumbúlla og gengum frekar hratt framhjá.  Við völdum þann franska og fengum okkur sæti á Cafe Rouge.  Ævintýraþráin hafði gripið mig heljartökum á þessari stundu og ég ákvað að velja mér eitthvað sem hljómað ægilega franskt á matseðlinum. Þarna sátum við því skötuhjúin, hún með glas af chardonnay og ég með le tartalette au...eitthvað og hlustuðum á je t´aime InLove sem hljómaði um kaffihúsið. Ægilega franskt eitthvað.

Síðan fórum við að sofa og ætluðum heldur betur að sofa út og njóta þess að vera í fríi. Kl. 0300 um nóttina vaknaði minn með magakveisu dauðans og hélt ég fyrst að ég væri komin með ælupest sem hafði verið að ganga og þetta langþráða frí væri farið í vaskinn (eða klósettið).  Eftir að hafa skilað tartalettunum sína leið þá leið mér nú snöggtum betur og líklega hefur þeim einum verið um að kenna enda fékk ég þá skýringu að tartalettur væru helst notaðar undir afganga.  Aldrei að panta sér tartalettur ef maður er á veitingastað í útlöndum. Sickbb

Komumst síðan að því að starfsmannalyfturnar voru staðsettar rétt fyrir utan herbergið okkar og vöknuðum við einhver ding og dong ansi snemma. En þegar maður er þreyttur þá lætur maður svoleiðis nokkuð ekki raska rónni og við snerum okkur bara á hina hliðina og sváfum aðeins lengur.

Meira síðar.  

 

Kv.

KJ 

 


Vesen að vera með þennan kraga.

Mikið svakalega er fúlt að þurfa að vera með þennan leiðinda kraga um hálsinn Devil . Maður rekst í allt og festir sig í öllu. Getur varla leikið sér eða knúsast almennilega með þennan ófögnuð.  Annars er Goði ótrúlega góður að vera með kragann á sér.  Við reynum að taka hann af honum í smástund í einu svo hann geti klórað sér almennilega og tekur hann því vægast sagt fegins hendi.  En hann fer líka fljótlega að tékka aðeins á sárinu sínu þannig að það þarf mjög mikið eftirlit með honum þegar kraginn er ekki á.  Farið er að sjá á húsgögnum og fótleggjum heimilisfólks og munum við fagna því mjög þegar hann losnar við kragann endanlega þann 4. feb. Grin

Kúlurnar fuku á bóndaginn.

Goði í kragaJæja þá er kappinn búin í geldingu.  Fór til dýralæknis kl 11 í morgun og við sóttum hann um kl 1500. Þá var hann vaknaður og frekar dasaður en samt ótrúlega góður.  Hann reyndi strax að koma til okkar en var svo reikull að hann næstum því datt á hliðina blessaður.  Við bjuggum um hann á teppi á hlýjum stað og svo var breitt yfir hann svo honum yrði ekki kalt. Hann fékk svona kraga um hálsinn sinn svo hann sé ekki að fikta í sárinu.  Ég verð að segja að hann Goði kom okkur verulega á óvart því um kl 1900 var hann komin af stað að elta bolta og búin að fara út að pissa og allt.  Núna er hann í því að rekast i öll húsgögn með kragann sinn og að rembast við að leika sér við dótið sitt með misjöfnum árangri. Hann þarf að vera með kragann á sér næstu daga  en við megum taka hann af undir eftirliti eftir svona 2 daga en ef hann er einn verður kraginn að vera á. Svo er saumurinn tekinn þarnæsta mánudag.Goði að jafna sig

Bergur var með á hreinu hvað stæði til hjá Goða og söng hástöfum "taka punginn, taka punginn, tralalalalala (við la cucaracha lagið). Veit ekki alveg hvað fólk heldur um þessa  fjölskyldu stundum Shocking. Gyða er búin að fara nokkrar ferðir á gólfið eins og bifvélavirki að kíkja á púst á bíl til þess að skoða hvort kúlurnar séu farnar.  Hún er búin að spyrja mikið um þetta allt saman og hefur eiginlega  fengið þjófstart á líffræði 103 út úr þessu öllu.   

En Goði er semsagt ótrúlega sprækur eftir þessa þolraun sem við settum hann í á bóndadaginn af öllum dögum. Smile


Breytingar á heimilislífinu.

Það er nokkuð magnað að sjá hvaða breytinar hafa orðið á heimilislífinu hjá okkur á þessum stutta tíma sem hundurinn hefur verið hjá okkur.  Heimilisrútinan hjá okkur var komin í nokkuð fastar skorður og eitt og annað hjá okkur var kannski ekki eins og við hefðum viljað hafa það.  T.d. var allt of mikið sjónvarpsgláp hjá krökkunum og borðuðu þau aldrei morgunmatinn sinn öðruvísi en yfir sjónvarpinu.  Eins var það fastur liður eftir kvöldmatinn að þau fóru í einhvernskonar leik sem gekk út á það að hlaupa argandi og gargandi um húsið og atast í hvort öðru þar til einhver fór að grenja. Þetta var bara eitthvað sem datt í sínar föstu skorður og okkur hafði ekki tekist að brjóta upp. 

Eftir að Goði kom inn til okkar þá er ekki lengur borðað yfir sjónvarpinu því sjónvarpsborðið er svo lágt að hundurinn getur bara etið matinn þeirra ef þau passa sig ekki. Dregið hefur mjög mjög mikið úr sjónvarpsglápi og er það alveg frábært. Í staðin fyrir að atast í hvort öðru eru þau núna upptekin af að atast í hundinum.  Stundum eru soldið mikil læti í henni Gyðu og nær hún að æsa kvikindið soldið mikið upp stundun en það er nú bara eins og það er.   

Eins er hann duglegur að draga okkur hjónin út í labbitúra og neyða þannig í okkur súrefni og hreyfingu og það hlýtur að vera jákvætt. 


Styttist í kúludaginn .

Bergur sýnir Goða æ meiri áhuga og er núna mjög upptekinn af því að gefa honum hundamat.  Ef dallurinn hans er tómur þá nær hann í hundamatinn og setur í dallinn hans. Þetta er mjög mikið frumkvæði af hans hálfu og langt frá því að vera sjálfsagt. Einnig tekur hann upp á því að drusla dallinum hans til hans við hin og þessi tækifæri. Hann situr oft á gólfinu og finnst sniðugt þegar Goði kemur til hans og þefar af honum og sleikir hendina hans. Einnig sjáum við að Bergur hermir eftir okkur hinum og reynir að beita sama verklagi við að siða Goða til og að fá hann til að elta sig. Ef honum finnst hann fara of nærri rakettupokanum hans þá segir hann "nei Goði" og ýtir honum jafnvel aðeins frá.  En flottast finnst okkur að sjá hann reyna að kalla á hann og fá hann til að elta sig.  Goði er ekki alveg að átta sig á því alltaf og reyndar er hann ekki alveg að átta sig á Bergi yfirhöfuð (sem er alveg skiljanlegt). 
Ég tók líka eftir því að þegar við fórum aðeins á rúntinn í gær (pabbi, Goði og Bergur) þá stökk Goði tvisvar úr farangursgeymslunni og í sætinn (erum á svona minivan). Ég er að reyna að kenna honum að vera kyrr á sínum stað og að skilja skipunina "afturí" sem boð um að hann eigi að fara á sinn stað. Þegar ég var að reyna að fá hundinn til að skilja að hann ætti að fara afturí þá varð Bergur hálf miður sín.  Fannst eitthvað of mikill skammartónn í þessu öllu saman og vildi bara fara heim.  Spurning hvort við þurfum að græja eitthvað búr aftur í bílinn svo hann sé kyrr á sínum stað. 
 
Svo á föstudaginn er stóri kúludagurinn hjá greyið Goða.  Þá fer hann í geldingu og verð ég að segja að ég finn mikið til með honum Crying.  En svona þarf þetta víst að vera ef þetta á að ganga hjá okkur.  Svo er hugmyndin að hann fái c.a. mánuð til að jafna sig og svo fer hann á viku hlýðninámskeið.

Fyrstu viðbrögð

Bergur er með rakettu þráhyggju dauðans og því var það töluverð áskorun á hann að koma með hund inn á heimilið mitt í öllu rakettuæðinu sem fylgir áramótunum.  Enda fór það svo að hann virtist ekki sýna hundinum neinn rosalegan áhuga í fyrstu.  Hafði aðalega áhyggjur af því að hann myndi borða kínverjana hans. Bergi þótti samt mjög merkilegt þegar hann var að sleikja hendina hans.  Það vita allir sem hafa fengið nettan sleik frá hundi að það er mikið snerti áreiti og fyrir einhverfan dreng þá var ekki hægt að leiða það hjá sér. Okkar fyrstu kynni af honum Goða eru annars mjög jákvæð.  Hann er alveg einstaklega ljúfur og skemmtilegur hundur og mikill leikur í honum.  Hann elskar að leika með bolta og prik og er snjall að meta stemminguna hverju sinni.  Einnig er feluleikur í miklu uppáhaldi hjá honum og Gyðu. Hann er algjör dúlla og ef hann verður hræddur við eitthvað þá skríður hann í fangið á okkur eins og lítið barn og hjúfrar sig í hálsakotið. Bara sætt.

Hann er þó búin að gera eitt skammarstrik.  Einn daginn var heimilisfrúin búin að kaupa dýrindis kjötbollur í matinn (svona sem búið var að elda og þurfti bara að hita upp) og hafði opnað pakkann og sett á borðið á meðan að ofninn hitaði sig.  Svo fór hún eitthvað að sinna krökkunum og á meðan vippaði okkar maður sér upp á afturlappirnar og fékk sér kvöldmatinn sinn aðeins á undan áætlun. "Dominos pizza gott kvöld get ég aðstoðað ?"

Blush


Goði kemur til reynslu

Ákveðið var að Goði kæmi til reynslu til okkar og myndi vera hjá okkur í 1-2 nætur. Það gekk ágætlega og við ákváðum að framlengja og hafa hann í 5 nætur. Við hjónin skruppum svo til london í 5 daga og á meðan gátum við hugsað málið.  Okkur fannst það ganga það vel að við ákváðum að slá til og halda hundinum.  Sú ákvörðun féll í mjög góðan jarðveg því Gyða Sveina var búin að spyrja oft á dag hvort við ætluðum að eiga hann og hvort við ættum hann núna. 

 Þegar við komum heim frá london var mjög gaman að sjá viðbrögðin hjá Goða.  Hann hljóp beint inn til okkar og var greinilega mjög glaður að vera komin "heim" aftur.  


Upphaf

Hér ætlum við að reyna að halda smá dagbók sem fjallar um hvernig okkur tekst til við að aðlaga og þjálfa hann Goða sem er labrador/border collie hundur. Hann er 8 mánaða gamall hvolpur þegar hann kemur inn á heimilið. Við höfum í nokkurn tíma skoðað þann möguleika á að fá hund inn á heimilið. Við erum 4 manna fjölskylda, mamma, pabbi, Gyða Sveina sem er 6 að verða 7 ára og Bergur sem er 12 ára.  Bergur er einhverfur og var upphaflega pælingin hjá okkur að hundur gæti gagnast Bergi mikið, veitt honum félagsskap þvi Bergur kann ekki þá list að eignast vini, passað upp á hann og jafnvel fundið  hann því Bergur hefur stundum tekið upp á því að stinga af og týnast. Við þóttumst vita að Gyða tæki hundinum opnum örmum en vorum ekki eins viss með okkur gömlu hjónin. Við höfum áhyggjur af því að þetta verði of mikil vinna og bara aukaálag.  Einnig höfum við áhyggjur af því að Bergur verði of harðhentur við hann.  Við prófuðum að taka kött  inn á heimilið fyrir nokkru og því lauk þannig að við þurftum að losa okkur við köttinn því Bergur var svo upptekinn af því að fá hann til að hvæsa og til þess beitt hann ýmsum miður mjúkhentum brögðum. Við erum því nokkuð skeptísk í upphafi um að þetta muni ganga eins og við vonumst til. 0

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 21184

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband