Úti að ganga.

    Við Atli höfum í síðustu 3 tímum verið með Goða úti og tekið langa göngutúra. Atli byrjaði á að labba með hann og ég labbaði með þeim og var hann duglegur að láta hann fara yfir gangbrautir og reyndi eins og hann gat að finna eitthvað sem truflaði hann soldið.  Í öðrum tímanum tók ég taumin á heimleiðinni og þá gerðist dálítið athyglisvert.  Goði greyið var allt í einu ekki viss hverjum hann ætti að fylgja, mér eða Atla.  Það tók hann dálítin tíma að átta sig á þessum breyttu aðstæðum Errmog hann mótmælti þessu aðeins með því að streitast á móti.  Ég varð líka pínu stressaður þar sem Atli gekk aðeins á eftir okkur og gagnrýndi eftir þörfum.  Taumurinn var ekki í réttri lengd hjá mér, ég kippti vitlaust í og þetta fór allt í smá rugl hjá mér og það hefur eflaust haft áhrif á hundinn.   Á endanum fundum við þó taktinn og hann gekk mjög fínt við hæl mér. Mun betur en áður og ekki bólaði á hálfsmeters vandræðum. 

Í þriðja göngutúrnum prófuðum við að nota aðra tegund af ól.  Nokkurskonar beisli sem fer utan um notandan (þann mennska þ.e.a.s) líkt og ég væri með íþróttatösku á öxlinni og taumurinn kemur síðan niður með síðunni.  Atli gekk fyrri hluta leiðarinnar og ég síðan seinni hlutann.  Þetta er aldeilis frábært tól og kom skemmtilega á óvart Smile.  Hægt er að tengja við þennan taum aðra ól sem á að nota til þess að stýra og leiðrétta hundinn ef hann fylgir ekki skipunum.  Atli tengdi þennan auka taum en losaði hann fljótlega af þar sem Goði gekk algerlega upp á 10 við hliðina á honum og því engin þörf á að leiðrétta neitt.  Ég tók síðan við taumnum á heimleiðinni og það var sama sagan, Goði var pínu ringlaður á þessum skiptum og vissi ekki alveg hverjum hann var að fylgja.  En þetta gekk þó ljómandi vel og ég verð að segja að þægilegri gönguferð hef ég ekki farið með hundinn.  Maður þurfti eiginlega að gá hvort að hundurinn væri ekki örugglega þarna þegar við vorum komnir til baka.

Hugmyndin er svo að reyna að fá Berg til þess að vera með þennan taum og þá væru hann og Goði að vissu leyti orðnir að einni einingu ef svo má að orði komast. Ég þykist vita að það verði einhver barningur að fá okkar mann til þess að vera með þennan taum miðað við hvernig hann hefur tekið hlutum eins og vettlingum, húfum og þesslags aukahlutum.  En það er vissulega hægt að fá hann til þess, kostar bara þolinmæði og útsjónarsemi og líklega einhverjar félagshæfnisögur líka.  Við sjáum hvað setur Wink.

Kv. Kej 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 21228

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband