Berglaus vika.

Bergur fór í sumarbúðir og Þverholtið hefur því verið Berglaust í eina viku.  Afar, afar sérstakt ástand fyrir þá sem eru því ekki vanir verð ég að segja. Engin kvöldfótbolti, engar vangaveltur um eðli flugelda og engar vettvangsrannsóknir á skordýrum. Auk þess frí í hundaþjálfun og Goði greyið ráfar um hálf stefnulaus og veltir fyrir sér tilgangi lífsins. 

Húsráðendur fóru því á fullt þessa vikuna í að mála óðalið að utan og gengur þokkalega þó hægt fari. Byrjuðum á þakinu og þegar við vorum búin að grunna og rétt hálfnuð með að mála fyrri umferð sjáum við hvar skutbíll rennur upp að húsinu beint á móti og út stíga 2 málarar vopnaðir málningarsprautu.  Þeir voru síðan hálfan dag að gluða yfir þakið á meðan við hjónin djöfluðumst með málningarkústana og gott ef helvítinn glottu ekki til okkar Tounge þegar þeir príluðu niður af þakinu, við enn að tuddast með kústana á fyrri umferð.

Húsfrúin fór síðan einn daginn í málningarbúðina að sækja meiri málningu og beið eftir afgreiðslu í sínum málningarfötum með öllum sínum málningarslettum.   Á undan henni var ónefnt par í sínu fínasta pússi og voru þau að velja sér lit utan á húsið sitt.  Þegar þau höfðu komið sér niður á lit sögðu þau síðan við afgreiðslumanninn " Já og málarinn kemur svo í fyrramálið og sækir þennan lit". Það sauð náttúrulega á minni  Devil og eflaust hefur litlu munað að hún missti eitthvað óheppilegt út úr sér (sem hún er soldið gjörn á að gera þessi elska).

En maður getur ekki annað gert en að fara með gömlu möntruna um að maður sé á svo góðu tímakaupi og bla bla bla..Whistling  Annars fallast manni bara hendur í svona framkvæmdum.   

Kv. Kej.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 21232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband