Upphaf

Hér ætlum við að reyna að halda smá dagbók sem fjallar um hvernig okkur tekst til við að aðlaga og þjálfa hann Goða sem er labrador/border collie hundur. Hann er 8 mánaða gamall hvolpur þegar hann kemur inn á heimilið. Við höfum í nokkurn tíma skoðað þann möguleika á að fá hund inn á heimilið. Við erum 4 manna fjölskylda, mamma, pabbi, Gyða Sveina sem er 6 að verða 7 ára og Bergur sem er 12 ára.  Bergur er einhverfur og var upphaflega pælingin hjá okkur að hundur gæti gagnast Bergi mikið, veitt honum félagsskap þvi Bergur kann ekki þá list að eignast vini, passað upp á hann og jafnvel fundið  hann því Bergur hefur stundum tekið upp á því að stinga af og týnast. Við þóttumst vita að Gyða tæki hundinum opnum örmum en vorum ekki eins viss með okkur gömlu hjónin. Við höfum áhyggjur af því að þetta verði of mikil vinna og bara aukaálag.  Einnig höfum við áhyggjur af því að Bergur verði of harðhentur við hann.  Við prófuðum að taka kött  inn á heimilið fyrir nokkru og því lauk þannig að við þurftum að losa okkur við köttinn því Bergur var svo upptekinn af því að fá hann til að hvæsa og til þess beitt hann ýmsum miður mjúkhentum brögðum. Við erum því nokkuð skeptísk í upphafi um að þetta muni ganga eins og við vonumst til. 0

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband