London Calling ferðasaga 3.hluti

Næstu 2 daga fór betri helmingurinn á BETT sýninguna á meðan að ég (verri helmingurinn ? ) ráfaði stefnulaust um borgina.  Fyrri daginn fór ég niður á Westminster og rölti síðan í rigningunni aftur upp á oxford street.  Náði að kíkja á Big Ben (aftur, orðið soldið þreytt) Downing Street, Trafalgar Square, Leicester Square og sitthvað fleira. 

WWRYWe Will Rock You 

Um kvöldið fórum við síðan á hreint frábæran söngleik sem heitir We Will Rock You í The Dominion Theater  og byggir eins og nafnið gefur til kynna á tónlist hljómsveitarinnar Queen. Mikill kraftur og mjög skemmtilegt.  Ef ég færi aftur á þetta show myndi ég reyna að vera heldur framar og nær sviðinu.  Mæli eindregið með þessari sýningu.  

BETT 

Myndir 245Seinni daginn ákvað ég svo að rölta leiðina að höllinni sem hýsti BETT sýninguna og athuga hvað ég sæi á leiðinni.  Rölti þá í gegn um Hyde Park, kíkti á The Marble Arch sem reistur var árið 1828 og var upphaflega hluti af Buckingham Palace. Var færður árið 1851 á þann stað sem hann er í dag.  Speakers Corner var einnig skoðað. Þar getur hver sem er talað um hvað sem er svo fremi það sé innan almennra velsæmismarka.  Þar hafa ekki ómerkari menn en Karl Marx, Lenin og George Orwell staðið og talað. Þennan rigningardag var hinsvegar fátt um manninn.  Í beinu framhaldi af Hyde Park er síðan Kensington Park og síðan Kensington Palace. Þar bjó Díana prinsessa á sínum tíma og þar fékk almenningur útrás fyrir sorgir sínar eftir andlát hennar og til varð gríðarlegt blómahaf. Rambaði að lokum á Olympia Exhibition Center þar sem BETT var haldið.  BETT var í stuttu máli chaos.  Gríðarlegur fjöldi af básum og fólki og ótrúlega mikill hávaði.  Líklega eins og að vera í býflugnabúi. Enda var Inga vel þreytt eftir þessa daga.  En það var mjög gaman að skoða þessa sýningu aðeins og greinilega mikið í húfi því þarna voru öll helstu nöfnin úr tölvu og tækniheiminum að kynna sig og sitt. Við tókum síðan lestina aftur upp að oxford street.

Le relais de Venise 

large_aboutUm kvöldið fórum við síðan út að borða.  Talað hafði verið um að það ætti að fara að borða á "staðnum með grænu sósuna". Þetta væri semsagt veitingastaður sem hefði aðeins einn rétt á matseðlinum og græna sósu með.  Verð að viðurkenna að maður var svosem ekkert að deyja úr spenningi og vissi varla við hverju ætti að búast.  En o my lord hvað þetta reyndist vera góður veitingastaður.  Þessi staður heitir Le Relais de Venise - l´entrecote.  Hann opnaði í London árið 2005 og er samkvæmt franskri fyrirmynd sem opnaði 1959 í parís. Matseðilinn er s.k. steak frites eða steik og franskar og síðan er græn sósa með sem er víst orðin goðsagnarkennd og hefur ekki tekist að kópera þá uppskrift.  Kjötið bráðnaði í munni og sósan var eiginlega ólýsanlega góð. Ef ég ætti að reyna að lýsa henni þá væri það bernaise með sinnep og pipar viðbót. Samt ekki alveg rétt. Sögusagnir herma að lykilatriði í uppskriftinni sé kjúklinga lifur. Ekki staðfest þó. Vínið er síðan frá vínekru fjölskyldunnar sem rekur staðinn og smakkaðist rauðvín hússins mjög vel með. Þessi staður tekur ekki frá borð og er ekki annað að gera en mæta bara og standa í röð.  Þar sem aðeins er boðið uppá einn aðalrétt þá gengur afgreiðslan fljótt og því yfirleitt ekki löng bið.  Ef þú ert í London þá er skylda að fara einu sinni á Le relais de venise. 

West Ham 

Myndir 287Síðasta heila daginn okkar í London fór hópurinn síðan á knattspyrnuleik með West Ham Utd. Við sáum West Ham sem eru í austur London leika gegn Fulham sem kemur frá vestur London.  Við höfðum hvorug farið á leik í ensku deildinni áður og var ég nokkuð spenntur fyrir þessu. Við tókum lestina enn og aftur frá Bond Street og var endastöð Upton Park. Magnað að sjá hvernig lestin fylltist hægt og rólega af fólki í WH klæðnaði.  Þegar lestin rann síðan í hlað á Upton Park var hún orðin vel full.  Gríðarlegt mannhaf var síðan fyrir utan lestarstöðina og rann þetta haf rólega í átt að vellinum.  Við stoppuðum á Queens pub til að drekka i okkur smá stemmingu (og líka  smá bjór) og var það upplifun útaf fyrir sig.  Síðan var farið á völlinn og vorum við með sæti frekar ofarlega.  Ef ég fer aftur og hef eitthvað val þá vil ég vera nær vellinum. Fannst ég aldrei komast í snertingu við leikinn svona ofarlega.  Þetta var annars merkileg upplifun og töluvert öðruvísi en ég átti von á.  Ég hélt að þetta væri meiri spenna og meira fjör en það spilar sjálfsagt inn í að maður hafði ekki neinar taugar til hvorugs liðsins og sjálfsagt er þetta öðruvísi ef maður er að horfa á sitt lið.  Þarf greinilega að prófa að fara á leik með liverpool.  Nokkuð var um íslendinga á leiknum sem og í borginni sjálfri. Eftir leik (sem lauk by the way með sigri WH 2-1) fórum við að borða og vorum síðan svo búin á því að við lufsuðumst upp á hótel og vorum farinn að sofa um kl. 2100. Ég rölti yfir í Tesco sem var staðsett fyrir aftan hótelið og verslaði fyrir okkur morgunmat áður en ég fór að sofa. Komst þá að því að í london er hægt að kaupa bjór og léttvín úti í búð og það er mjög ódýrt.  Kannski ágætt að maður komst ekki að þessu fyrr en síðasta kvöldið Wink. Einnig fannst mér það athyglisvert að fyrir utan pöbbana kl. 2100 um kvöldið var svipuð stemming og fyrir utan íslenska skemmtistaði kl. 0300.  Haugölvað fólk á trúnó og í keleríiInLove. Magnað. Þar sem allir staðir loka í london kl. 2300 þá byrjar fólk sjálfsagt fyrr og er því fyrr komið í trúnó og kelerís ástand.  Þetta þótti mér afar athyglisvert. 

Heimferð 

Við ákváðum síðan að taka hádegisflugið heim þar sem kvöldflugið var fullt. Það reyndist vera vel til fundið þar sem  kvöldflugið lenti í töluverðum hremmingum vegna snjókomu í keflavík m.a. og var fólk ekki komið heim til sín fyrr en kl. 0300 um nóttina. 

En þar með lauk 5 daga heimsókn okkar til London og erum við mjög ánægð með þessa merkilegu borg.  Við eigum örugglega eftir að kíkja aftur í heimsókn og skoða meira og kannski líka versla eitthvað smá.

Kv. Kej.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband