5.2.2008 | 17:24
Saumur, ormur og sprauta !
Fór með hundinn í saumatöku og ormahreinsun og það gekk bara fínt. Dýralæknirinn sá í bókinni hans að hann átti eftir að fara í bólusetningu þannig að við tókum það bara í leiðinni. Kallinn varð pínu slappur eftir sprautuna og kastaði nokkrum sinnum upp. En hann hresstist þegar líða tók á kvöldið. Og þá fer að styttast í að við hefjum þjálfunina hans.
Annars erum við alltaf að sjá betur og betur hvað þessi hundur er mikið gæðablóð. Í morgun laumaði hann sér t.d. upp í til mín og hjúfraði sig í hálsakotið mitt. Eitthvað alveg spes að vakna með hund kúrandi uppi í rúmi hjá sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu, heyrðu... Goði var búinn með allar bólusetningar
Það eru allar upplýsingar um hann hjá dýralæknamiðstöð Grafarvogs (held ég að hún heiti). Ég var ekki með bókina þegar ég fór síðast með hann
Með bestu kveðju
Jóhann Þór (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:31
Leiðrétting!!!
Dýralæknamiðstöðin Grafarholti - dyrin.is - Sími : 5444544
Þetta er staðurinn...
Kv.
Jóhann Þór (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:39
Hæ krúsí frændi minn . Æi greyið - er hann þá búinn að fá þessa bólusetningu 2x. Ætli það eigi að breyta einhverju - varla getur það skaðað? Já mér fannst þetta líka skrýtið þegar Krissi kom heim. Hugsa oft til þín kroppur og vona að allt gangi vel hjá þér. Hilsen til Kjartans ef hann man eftir mér
Inga Sveina (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.