24.3.2008 | 13:44
Hóst, hóst, snökt, snökt og atsjúúú..
Hér hefur öll fjölskyldan steinlegið í veikindum síðustu 2 vikurnar (fyrir utan hundinn reyndar). Undirritaður lagðist fyrstur með hálsbólgu og mikla vanlíðan, síðan Bergur, Inga og síðust lagðist Gyða. Svo þegar Bergur og Inga eru að komast á lappir er ég lagstur aftur með hita og kuldaköst og almennann aumingjaskap. Við Bergur fórum til læknis og létum kíkja á okkur og ég fékk þau skilaboð að mikilvægt væri að hvíla sig og slaka vel á í svona veikindum. Vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta.
Hundaþjáflun gengur vel og Atli hundaþjálfari komst svo að orði að ef þetti gengi svona vel áfram þá þyrftum við ekkert að örvænta. Hann átti þó ekki von á að þetta gengi svona vel alltaf, það kæmi yfirleitt alltaf eitthvað smá bakslag þar sem hundurinn mótmælir og neitar að taka þátt. Honum finnst þetta eiginlega ganga of vel. Við höfum síðan af veikum mætti reynt að æfa okkur heima með hundinn eftir því hvaða fjölskyldumeðlimur er uppistandandi hverju sinni. Goði hefur alltaf hlýtt mér nokkuð vel og okkur gengið bærilega að ganga við hæl. Hann hefur ekki hlýtt Ingu eins vel og hefur stundum komið hlaupandi til mín í skjól þegar hún er að gefa honum skipanir. En það er allt að koma og hann er að taka hana í sátt sem yfirmann. Í gær fóru Inga og Bergur með Goða á sparkvöll í smá fótbolta og þar voru fleiri krakkar í boltaleik. Að öllu jöfnu hefði okkar maður verið hrókur alls fagnaðar og skemmt sér konunglega við að elta og skemma alla bolta í kílómetersradíus. En í þetta skipti sat hann kyrr (kvartaði eitthvað smávegis) og lét alla bolta í friði. Mæðginin gátu leikið sér í smá tíma með bolta og hann fylgdist bara með. Alger snilld.
Ég setti síðan inn nýtt myndaalbúm á bloggið sem heitir því frumlega nafn "Hundaþjálfun" þar sem má einmitt sjá myndir úr hundaþjálfun.
Kv. Kej.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta lýst mér vel á... Goði að spreyta sig, hann stendur sig vel ef ég þekki hann rétt ;) .... Mér Lýst rosalega vel á Atla, orkufullur maður áferð. Gangi ykkur sem best.
Kv. Jói Frændi
Jóhann Þór Leifsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:14
Já vildi læknirinn taka að sér heimilisstörfin ykkar á meðan þið takið því rólega En allavega risa batakveðjur frá okkur í Askim
Sigrún Friðriksdóttir, 26.3.2008 kl. 00:13
hæhæ flott síða hlakka til að fylgjast með ykkur hérna :)
endilega kíkið líka á mína síðu :D
Yrsa Brá (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.