29.3.2008 | 18:15
Meira af þjálfun.
Við Gyða fórum saman í hundaþjálfun á fimmtudagskvöldið og gekk vel eins og áður. Gyðu finnst gaman að vera þáttakandi og líkar vel þegar hún fær hlutverk hjá Atla. Atli vann áfram með hæl,sestu, leggstu, komdu skipanir og lét Gyðu taka við taumnum og spila stærra hlutverk en áður. Aberandi var hversu erfitt Goða fannst að standast hana Gyðu sína og þegar Atli bað hana um að annaðhvort ganga út úr herberginu eða að labba framhjá honum þá stóðst okkar maður ekki mátið og elti hana.
Við fengum þau fyrirmæli frá Atla að verða okkur úti um c.a. 20cm langan bút af kústskafti og merkja annan enda þess sem handfang en safna munnvatni frá Bergi á hinn endann. Þessi bútur verður síðan í aðalhlutverki þegar kemur að sporaþjálfun hjá Goða. Þá verður lyktin af Bergi föst í prikinu og Goði látin leita að því. Eins er verkefni næstu daga að fá hann til að láta af leikglefsi. Hann er eiginlega alveg hættur að glefsa í mig í leik. Ef hann glefsar í mig þá tek ég utan um trýnið hans og held í nokkrar sekúndur. Það líkar honum ekkert sérlega vel og eftir 2-3 skipti hætti hann þessu eiginlega alveg. En hann gerir það enn þá við Gyðu og Berg. Þetta er náttúrulega ekkert fast og bara vel meint hjá honum en Atli vill meina að þetta sé ekki jákvætt fyrir næsta hluta þjálfunarinnar.
Atli er síðan byrjaður að æfa Goða í að taka hluti í kjaftinn án þess að skaða eða skemma þá og sleppa þeim síðan aftur. Það gerir hann með því að sitja í stól með Goða sitjandi á milli fóta hans. Síðan klæðir hann sig í vinnuhanska og setur vísifingur upp í hann , rétt aftan við vígtennurnar og segir um leið "taka" . Síðan lætur hann hundinn halda utan um fingurinn í smá tíma með skipuninni "halda" sem er endurtekinn reglulega (halda, halda, halda...) og síðan "takk" og þá á Goði að sleppa. Næsta skref er síðan að setja áðurnefndan spítubút inn í vetlinginn í stað fingursins og á endanum hverfur hanskinn alveg en búturinn verður notaður áfram. Það var alveg magnað að fylgjast með hvernig Atli vann þessa æfingu sem krefst mikillar þolinmæði. Hundurinn fer í hálfgert dáleiðsluástand og lygnir aftur augum þegar á líður. Goði stóð sig rosalega vel í þessari æfingu sem gerir þó nokkrar kröfur á hann. Atli hafði á orði að hann væri efni í eðalveiðihund miðað við hversu snöggur hann var að ná tökum á þessari æfingu.
Gyðu fannst aftur á móti erfitt að fylgjast með þessari æfingu því henni fannst Goða ekki líða vel í henni. Hún er með svo mikið dýrahjarta þessi stelpa að hún getur ekki hugsað til þess að
einhver sé ekki góður við Goða. Ég benti Atla á þetta og hann útskýrði vel fyrir henni hvað hann væri að gera og hvers vegna maður þyrfti stundum að vera ákveðinn við Goða og leyfa honum ekki að ráða. Einnig fór hann yfir með henni hvernig hún ætti að bregðast við óæskilegri hegðun hjá honum eins og að flaðra upp um, leikglefsa og að labba fram fyrir hana í taumi. En okkur finnst að Goði líti á Gyðu sem jafningja og leikfélaga og þó að hann vilji alltaf koma til hennar og fari helst til hennar þó að aðrir kalli á hann þá er hún ekki endilega leiðtoginn í þeirra sambandi.
Atli benti okkur líka á að prófa aðeins nefið á Goða heima fyrir og sjá með eigin augum hvílíkt undratæki hundsnefið er. Víð skárum niður nokkra littla harðfiskbúta og prófuðum síðan að fela þá einn af öðrum. Felustaðirnir urðu erfiðari og erfiðari en alltaf fann hann þá alveg um leið. Sama þó harðfiskurinn væri settur í plastpoka og stungið á kaf ofan í óhreinatauskörfuna þá fann hann bútinn á innan við 10 sekúndum. Alveg hreint magnað.
Síðan bregst ekki að þegar heim er komið eftir þjálfun þá leggur Goði sig og fljótlega eftir að hann er sofnaður þá fer hann að hlaupa í svefni og jafnvel að röfla eitthvað líka. Það er víst merki um að hann sé að meðtaka það sem var verið að leggja inn hjá honum það kvöldið. Ótrúlega fyndið.
Kv. Kej.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekkert smá prógramm
en spennandi samt
Gaman fyrir Gyðu dýrahjarta að fá að taka svona þátt í þessu. En þetta á eftir að verða svaka hundur. Hvað á svo að gera bara senda Goða út að labba með Berg hihi smá jóke 
Allavega dúllur, alltaf nóg að gera hjá ykkur, ég er orðin svoleiðis að þeim mun meira frí ég fæ frá ungunum þeim mun meiri orku hef ég. Klifra hér um allt að leita að ryki hehehe. En þetta er í fyrsta skipti sem þau eru svona lengi í burtu, svo ég bara nýt og nýt og skrúbba og skrúbba
Knús og klem og gangi ykkur áfram vel með Goða, gaman að fylgjast með
Sigrún Friðriksdóttir, 29.3.2008 kl. 22:58
Hej Sigrún. Já ekkert djók með það Goði fer út að labba með Berg - sannaðu til
. En af því þú þekkir Berg þá veistu að það mun taka rosalega þjálfun. Kveðja, Inga
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 30.3.2008 kl. 08:12
Haha já Inga ég hef labbað með Berg og það er eins gott að Goði verði flinkur
Lykke til
Sigrún Friðriksdóttir, 30.3.2008 kl. 17:01
Hæhæ, gaman að sjá hvað gengur vel með Goða, fylgist vel með ykkur, já við Goði eigum margt eftir að læra, erfiðir daga hjá okkur hehe
Med venlig hilsen frá Horsens
Inga Ósk
Inga Ósk (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:16
Takk fyrir kveðjuna Inga mín alltaf sami krafturinn í ykkur,svakalega er "ömmustelpan"mín orðin stór
og dugleg. Baráttukveðjur og gangi ykkur vel með Goða
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.