Tónlist,tilfinningar og Tom Waits.

Ég elska tónlist.  Gæti ekki lifað í heimi án tónlistar.  Tónlist gefur mér orku og nærir í mér sálina.  Ég elska að spila á hljóðfæri og elska að hlusta á aðra flytja tónlist.  Að fara á tónleika finnst mér ein besta skemmtun sem til er.  Spenningurinn sem myndast í tónleikasalnum rétt áður en listamaðurinn eða hljómsveitin stígur á stokk er engu líkur.  Joyful

Eg fór að velta mér upp úr því um daginn hversu tengt það er hvernig mér líður hverju sinni og hvað ég er að hlusta á þá stundina. Síðasta vetur sem dæmi hlustaði ég mjög mikið á Arcade Fire, Damien Rice og Sigurós.  Að mörgu leyti er þetta allt tónlist sem sveiflast í neðri hluta geðkúrvunnar og hentug til að vökva og viðhalda geðlægðum. 

Í sumar hlustaði ég hinsvegar rosalega mikið á tónlistamenn eins og Manchester tvíeykið Ting Tings New York skvísuna Santogold, Sri Lanka ættuðu London stelpuna M.I.A. og hina geðugu Toronto drengi í Holy F--k.   Allt alveg gríðarlega hress og upplífgandi tónlist.  Enda var ástandið á sjálfinu allt annað og hressara heldur en á vetrarmánuðum.  

Nú á haustmánuðum var ég svo komin á kaf í Tom Waits og veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að halda um það. Allt frá því á áttunda áratugnum hef ég verið að heyra um Tom Waits og hversu frábær hann sé.  Ég hef einhvernvegin aldrei náð honum og fyrir mér var þetta bara skrítin kall sem söng skrítin lög með sinni skrítnu rödd.  En um daginn "áskotnaðist" mér safn með öllu því sem gefið hefur verið út með kallinum og ákvað ég að láta reyna á hvort ég væri að missa af einhverju. Byrjaði á fyrstu plötunni, Closing Time frá 1973. Og viti menn í staðin fyrir skrítin kall að syngja skrítin lög hljómaði þessi líka fíni melódíski píanó djass.  Ég vann mig síðan í gegn um ferilinn hans og eftir Swordfishtrombones frá 1983 og Rain Dogs frá 1985 var ég alveg kolfallinn fyrir þessum snillingi. 

Einhver lýsti röddinni hans með þeim orðum að eftir að hafa verið marineruð í viskíi og látin hanga i reykkofa í nokkra mánuði hefði hún verið dregin út á götu og bíll látin keyra yfir hana nokkrum sinnum. Tónistargáfa og tilfinning þessa manns fá eiginlega ekki orð lýst og þegar maður hugsar til þess að árið 1976 þegar heimsbyggðin var að spá í Bee Gees og ABBA kemur Tom Waits með Tom Trauberts Blues á plötunni  Small Change.  Ég get ekki hlustað á þetta lag án þess að fá gæsahúð, það er bara svoleiðis. 

Nú þegar veturinn hefur lagst yfir síðustu haustlaufin og allir fjölmiðlar keppast við að telja okkur trú um að framtíð þessarar þjóðar sé eymd, vesæld og volæði þá sit ég hér og hlusta á þrefaldan safndisk Rúnars Júlíussonar , Söngvar um Lífið og get í framhaldinu ekki verið meira ósammála þeim sem vilja predika dómsdagsspár um framtíð okkar litla lands. 

Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig. 

Kv.

Kej. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband