Af rakettum og mönnum.

Ef einhver er ekki með það á hreinu þá eru núna 27 dagar þar til flugeldasölur opna. Ykkur finnst það kannski undarlegt að vera að varpa þessu fram þegar jólastemmingin er ekki einu sinni almennilega skollinn á en trúið mér að það er góð og gild ástæða fyrir þessu öllu saman. 

Í því gjaldeyris fárviðri sem geisað hefur að undanförnu hef ég ólíkt mörgum verið algerlega laus við áhyggjur af Cocoa Puffs og Cadburys skorti í hillum verslana.  Það sem haldið hefur fyrir mér vöku er sú spurning hvort að hömlur verði á innflutningi á flugeldum fyrir áramótin.  En fyrir skömmu fékk ég fullvissu fyrir því að gámarnir væru komnir til landsins og ekkert sem stæði í vegi fyrir hefðbundinni flugeldasölu í ár.  W00t

Þeir sem þekkja til á Þverholtinu vita sem er að ástæða þessara vangaveltna er hin 13 ára gamli flugeldafræðingur sem hann sonur minn er.  Hann byrjaði að spá í gamlárskvöldi að morgni 1. janúar 2008 og hafa þær pælingar stigmagnast eftir því sem dagarnir líða og nær dregur.  Eftir því sem jólaljósum fjölgar í bæjarfélaginu hefur okkar maður eflst í þeirri trú að nú styttist í stóra daginn og er hann óþreytandi við að ræða þetta áhugamál sitt við alla sem vilja.  tro_ni2.jpg

Við erum yfirleitt mættir að kvöldi 27 des fyrir utan flugeldasölurnar og fylgjumst með í leyni þegar verið er að bera kassana úr flutningabílunum og inn í verslanirnar.  Síðan erum við mættir á slaginu þegar opnað er daginn eftir.  Bergur er búin að vera að safna peningum í sérstaka rakettubuddu allt árið og er ákveðin í að kaupa "fullt af drasli " eins og hann segir sjálfur.  tro_ni.jpg

Um daginn tók ég mig til og prentaði út nokkrar myndir sem teknar voru af flugeldasölum og líka af öllum fjölskyldupökkunum frá björgunarsveitunum. Honum hafði áður áskotnast þessi líka fína mynd af rakettum og öðru dóti og þegar hún var um það bil að detta í sundur sá ég að eitthvað varð að gera.  Við útbjuggum því smá möppu með c.a. 5 blaðsíðum og settum allt í plastvasa.  Þessi mappa er núna miðpunktur alheimsins í huga þessa unga manns og liggur á koddanum við hliðina á honum þegar hann sefur.  

Framundan eru spennandi dagar sem stigmagnast og ná hámarki á gamlárskvöldi.  Og það er eins gott að pabbi hans Bergs er pínu leynirakettukall líka.  Tounge

 

Kv.

Kej. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið verðið vígalegir feðgarnir! Man nú þegar Bergur var skíthræddur við flugelda hérna í gamla daga.. en það hefur nú heldur betur breyst
kær kv. úr kaupstaðnum,
HGG

Hulda (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Sko hann er nú eiginlega skíthræddur við þetta ennþá.  Aðalmálið er að vera bara eitthvað að vasast með flugeldana en ekkert endilega að skjóta þeim upp.  Þá sér maður oftast bara í iljarnar á honum inn í hús.

Kej

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband