7.12.2008 | 22:51
Úr rakettudagbókinni ofl.
20 dagar þar til flugeldasölurnar opna og okkar manni farið að hlakka mikið til. Hann ákvað í gær að mappan sem ég útbjó fyrir hann með öllum rakettumyndunum væri alveg ómöguleg og heimtaði að fá "harða möppu" og að endingu mátti mamma hans láta sig hafa það að losa eina skólamöppuna sína svo að flugeldafræðingurinn fengi nú hörðu möppuna sína.
Hann situr núna í gömlu borðtölvunni okkar og flettir gömlum myndum frá gamlárskvöldi 2003 í bland við myndir sem við sóttum af netinu af flugeldasölum héðan og þaðan. Þess á milli flettir hann möppunni sinni og spyr foreldra sína ýmissa rakettutengdra spurninga, eða varpar fram flugeldatengdum fullyrðingum eins og t.d. : "Fólk springur ekki, bara rakettur !" eða "Fyrst koma jólin og svo koma raketturnar !" og ekki má gleyma "Bráðum koma raketturnar !".
Annars er jólastemmingin aldeilis farin að blómstra hjá okkur á Þverholtinu og um helgina voru bakaðar smákökur, horft á Christmas Vacation (skylduáhorf) og klárað að kaupa síðustu jólagjafirnar. Bergur og Gyða höfðu ótrúlega gaman af að horfa á þessa frábæru mynd sem Christmas Vacation er og Bergur hló alveg eins og asni að henni þegar eitthvað fór úrskeiðis hjá aumingja Griswold.
Síðan styttist í hina árlegu jólasýningu hjá Fimleikafélaginu og ef maður er ekki komin í jólaskap fyrir hana þá fer maður pottþétt í jólaskapi heim af þeirri frábæru sýningu. Gyða er búin að vera rosalega duglega að mæta á æfingar og æfa dansinn þeirra heima. Hún kann dansinn alveg utanað en svo er spurning hvort að sýningarstressið hafi einhver áhrif á það hjá henni.
Hún kom heim af æfingu um daginn og fræddi pabba sinn á því að í dag hefði hún fengið að tengja. Hún var svo rosalega ánægð með þetta og ég var ekki alveg að átta mig á því hvað væri svona merkilegt við að fá að tengja. Hélt þetta væri eitthvað svona rafmagns, stinga einhverju í samband eða eitthvað. En nei, það var ekki það heldur fékk hún að fara í arabastökk og beint í flikk á eftir og var mín kona heldur betur ánægð með það. Fyrir þá sem ekki vita þá er arabastökk-flikk eitt það allra flottasta, alla veganna í mínum huga. Og núna er litla 7 ára skottið mitt byrjað að æfa það. Ómægod.
Og aldrei þessu vant erum við búin að ganga frá öllu jólagjafastússi. Held við höfum aldrei verið svona snemma í því áður. Við ætlum að reyna að leyfa aðventunni að líða í rólegheitum og leggja áherslu á samveru og kósýheit. Ég er búin að viða að mér haug af jólabíómyndum og við ætlum að renna saman í gegnum þær og skemmta okkur saman.
Einkunnarorð þessara jóla verða gleði, rólegheit og fjölskyldusamvera.
Kv.
Kej.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
16 dagar í opnun, hehe sé að það er nóg gera hjá ykkur. Og þið alltaf jafn flink að finna uppá einhverju nýju eins og rakettu möppunni, algjör snilld !!!
Knús og klemmur frá útlandinu
Sigrún Friðriksdóttir, 10.12.2008 kl. 23:14
Gott plan! Ertu ekki til í að ættleiða mig.. mig langar að vera memm
Kær kv. HGG
Hulda (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:58
Þú er nú svo assgoti skemmtileg Hulda mín að þú mátt alveg vera memm og þarft ekkert að koma með neina ættleiðingarpappíra til þess.
Kv. Kej
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.