11.12.2008 | 09:56
Jólaball með bæjó.
Þá eru 17 dagar í opnun á flugeldasölum og hér eru menn ákveðnir í að standa sig og láta ekki hanka sig á þvi að vera með einhverja óþekkt sem væri ekki jólasveinum að skapi og gæti jafnvel dregið úr líkum á þvi að maður fái nú eitthvað í skóinn sinn.
Bergur fór á jólaball í gær í boði bæjarstjórans og voru send spariföt með honum á Ragnarssel ásamt nýjum Nike körfuboltaskóm sem hann hafði ekki farið í áður. Við vorum búin að máta dressið daginn áður og prófa skóna en Bergur ætlaði sko ekkert að fara neitt meira í þessa larfa og ekkert að púkka upp á þessa ömurlegu skó sem voru með reimum og allt. Það var því mjög svo undrandi pabbi sem sá unglinginn sinn alveg hreint glerfínan í hvítri skyrtu og tíglapeysu með buxurnar utanyfir skóna sína svona bara eins og venjulegur unglingur. Ásta Rós fær umsvifalaust 10 rokkstig fyrir að koma honum í dressið.
Bergi var mikið í mun að sýna jólasveinum sem mættu í partýið rakettumöppuna sína og jafnvel benda þeim á hverskonar fjölskyldupakka hann vildi fá frá jólasveininum undir jólatréð á aðfangadag. Að endingu þurfti að toga kappan í burt frá sveinka svo að aðrir kæmust nú líka að. Alla leið út á bílastæði var Bergur mjög meðvitaður um að sýna ekkert annað en sparihegðun ef ske kynni að jólasveinninn sæi nú eitthvað til hans. Bað svo pabba sinn að segja jólasveinum að Bergur væri "stilltur og prúður piltur".
Hann og systir hans fengu svo sitthvorn nammipokann frá Kertasníki og á meðan að systir hans gæddi sér á innihaldinu þegar heim var komið náði Bergur í skóna sína (ekkert nóg að hafa bara einn) og setti sitt nammi í annan skóinn og síðan báða skóna út í glugga. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Í kvöld er víst von á honum Stekkjastaur og þá er nú eins gott að vera með allt á hreinu, skóna tilbúna, ekkert að vera óþekkur og fara snemma að sofa. Þá er aldrei að vita nema að eitthvað verði í skónum þegar maður vaknar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.