12 dagar.

12 dagar í opnun fyrir sölu á flugeldum  og einhverjir hafa nú verið að þjófstarta FootinMouth.  Heyrst hafa hvellir sem benda til flugeldafikts og einnig hafa borist fregnir af því að póstkassi hafi verið sprengdur upp. Okkar maður hefur sem betur fer ekki tekið eftir þessu og er bara tiltölulega rólegur yfir þessu öllu saman, so far.  Rakettumappan hefur nú aðeins vikið fyrir skóstússi.  Nú er aðalmálið að haga sér vel svo maður fái nú eitthvað í skóinn sinn.  Svo fer morguninn í það að troða því sem kom í skóinn, ásamt því sem kom í gær og jafnvel daginn áður, aftur í skóinn.  Rúmfræði hefur aldrei verið sterkasta hlið Bergs og því gengur oft soldið mikið á þegar hann er að þessu því oftast passar þetta ekki í skóinn

Þau systkinin eru komin í þvílíkt jólaskap að við gamla settið erum bara skilin eftir í reyk.  Eftir að jólasýningunni lauk hjá fimleikafélaginu datt litla skottið okkar í jólagírinn af fullum krafti.  Bergur segist reglulega vera í jólaskapi og eftir að jólasveinarnir fóru að pota einhverju í skóinn hans þá varð ekki aftur snúið með það. Í morgun fór hann svo í skólann með jólasveinahúfu, sagðist heita Stúfur, og tók með sér skóinn sinn með því sem hann fékk frá Pottaskefli til þess að sýna kennurunum  sínum hvað hann hefði fengið. Ég bauð honum að velja á milli rakettumöppunnar og skósins og mappan var skilin eftir. W00t

Þegar þessar línur eru skrifaðar er dúnalogn myrkur og fallandi snjór .  Jólalög í útvarpinu og eiginlega kjöraðstæður til þess að komast í jólaskap.   Af einhverjum orsökum næ ég samt ekki að detta í jólagírinn almennilega.  Ætli það sé kreppunni að kenna ?Errm

Kv.

Kej


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband