10 ár og 10 dagar

Síðustu 10 ár eða svo hefur Desember mánuður verið erfiðasti mánuður ársins.  Án nokkurs vafa.  Aðdragandi jóla og ekki síst áramóta hefur nánast undantekningarlaust kallað fram flogaköst hjá Bergi og hann hefur alltaf átt mjög erfitt með að höndla þá spennu sem fylgir öllu stússinu.  Þegar hátíðin gengur svo í garð með öllum sínum jólaboðum og jólahefðum hefur lífið hjá þessari litlu fjölskyldu oft á tíðum verið mjög erfitt.  Litli maðurinn áttaði sig aldrei á því að á jólunum ætti maður að haga sér eftir einhverri forskrift og að úr jólafríinu ætti fólk að koma úthvílt.

Þau eru ótal vonbrigðin sem maður getur rifjað upp, jólaboð sem fóru í vaskinn.  Spilakvöld sem ekki var hægt að taka þátt. Sjónvarpsefni sem ekki var hægt að fylgjast með og hvíld sem ekki náðist.  Oft voru það þreyttir og allt að því bugaðir einstaklingar sem mættu aftur í vinnu eftir jólafrí og vissu ekki hvernig þeir áttu að svara klassísku spurningunni: "Hafðir þú það ekki fínt í fríinu ?".

Ég man eiginlega ekki eftir jólum síðustu c.a. 10 árin þar sem við höfum náð að njóta jólanna og upplifa jólastemmingu eins og kannski flestir gera ráð fyrir að gera.  Ég hef áður komið inn á þann punkt að allt snýst þetta um hvaða væntingar maður gerir til jólanna og reyndar lífsins sjálfs.  Fyrstu árin fórum við inn í jólin með þær væntingar að við fengjum svipaða upplifun af jólunum og hefð var fyrir áður en að Bergur fæddist.  En eitt árið tókum við meðvitaða ákvörðun saman um að hætta að gera þessar óraunæfu væntingar sem aldrei stóðust hvort eð er og lækka væntingarránna niður í hæðina hans Bergs.  Eftir það breyttist mikið hjá okkur, jólaboðin urðu ekki eins erfið, samt aldrei létt og vonbrigðin urðu ekki eins mikil, en samt alltaf einhver. 

myndir_1378.jpgEn nú er svo komið í desembermánuði á því herrans ári 2008 að okkar þrettán ára gamli einhverfi drengur er komin í svo mikið jóla og áramótaskap að það dugir eiginlega fyrir okkur öll.  Systir hans er svo sem engin eftirbátur hans og saman hafa þau náð að lýsa upp skammdegið fyrir okkur hjónunum og eiginlega ekki nokkur leið að fyllast ekki barnslegri eftirvæntingu eftir jólunum. Tounge  Í ár hefur Bergur náð að höndla aðdraganda jólanna á mun betri hátt en áður og enn bólar ekkert á flogakastinu (sjö, níu, þrettán).  Það er eiginlega svo komið þann 18 desember að við erum öll fjögur komin í alveg húrrandi jólaskap og hlakkar bara töluvert til jólahátíðarinnar.  Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af þessu langa fríi frá skólanum og daglegri rútínu og geng jafnvel svo langt að hlakka til þess að eiga tíma með báðum krökkunum mínum í ár.  Það er alveg nýtt og það er alveg frábært. 

Við vorum að velta fyrir okkur hversvegna Bergur væri afslappaðri í ár en oft áður og teljum að hluti af skýringunni gæti verið sú að í fyrra fékk hann eftir krókaleiðum, flugeldafjölskyldupakka í jólagjöf frá jólasveininum og hann væntir þess að svo muni einnig verða í ár.  Við útbjuggum líka fyrir hann forláta möppu með fullt af flottum flugeldamyndum sem hann hefur verið að skoða og velta fyrir sér allan þennan mánuð.   Og ekki má gleyma rakettumyndbandinu sem pabbi hans klippti saman handa honum og setti á dvd disk og inn á ipodinn okkar.  Það er eins og þetta hafi einhvernvegin tappað af þrýstingi af áramótaspenningnum og jafnað hann betur út. 

Flugeldar eru hans helsta áhugamál og þið getið kannski ímyndað ykkur að hafa gríðarlegan áhuga á einhverju eins og t.d. fótbolta ,hestum eða bara hverju sem er, en geta ekki og mega ekki sinna þessu áhugamáli nema í nokkra daga á ári hverju.  Líklega myndi nú byggjast upp einhver spenna í aðdraganda þeirra fáu daga og einhverjir fengju jafnvel nett flog. 

Og svo að það sé á hreinu þá eru núna 10 daga þar til flugeldasölur opna.  Grin

Kv.

Kej.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá allt nýja bloggið og það yljar manni um hjartaræturnar að heyra af jólastemmingunni á bænum. Hér er mikið jólastuð á unga fólkinu líka, og óskaplega er maður nú þakklátur fyrir það bakkupp sem Grýla og jólasveinarnir veita manni á þessum árstíma ( ;
Bið að heilsa flugeldakappanum og hestastelpunni, hlauparanum, hundinum og músík lovernum! Keep on rockin'!!
Knús, HGG

Hulda (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Já guði sé lof fyrir hræðslumátt jólasveinanna. Bergur greyið er stöðugt minntur á að jólasveinninn sé nú að fylgjast með honum og furða að vesalings barnið skuli ekki liggja andvaka á nóttunni yfir þessu.

Kv. Kriss

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 21.12.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Simenhoelsgt 9 1807 Askim

Sigrún Friðriksdóttir, 22.12.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband