22.1.2008 | 09:53
Fyrstu viðbrögð
Bergur er með rakettu þráhyggju dauðans og því var það töluverð áskorun á hann að koma með hund inn á heimilið mitt í öllu rakettuæðinu sem fylgir áramótunum. Enda fór það svo að hann virtist ekki sýna hundinum neinn rosalegan áhuga í fyrstu. Hafði aðalega áhyggjur af því að hann myndi borða kínverjana hans. Bergi þótti samt mjög merkilegt þegar hann var að sleikja hendina hans. Það vita allir sem hafa fengið nettan sleik frá hundi að það er mikið snerti áreiti og fyrir einhverfan dreng þá var ekki hægt að leiða það hjá sér. Okkar fyrstu kynni af honum Goða eru annars mjög jákvæð. Hann er alveg einstaklega ljúfur og skemmtilegur hundur og mikill leikur í honum. Hann elskar að leika með bolta og prik og er snjall að meta stemminguna hverju sinni. Einnig er feluleikur í miklu uppáhaldi hjá honum og Gyðu. Hann er algjör dúlla og ef hann verður hræddur við eitthvað þá skríður hann í fangið á okkur eins og lítið barn og hjúfrar sig í hálsakotið. Bara sætt.
Hann er þó búin að gera eitt skammarstrik. Einn daginn var heimilisfrúin búin að kaupa dýrindis kjötbollur í matinn (svona sem búið var að elda og þurfti bara að hita upp) og hafði opnað pakkann og sett á borðið á meðan að ofninn hitaði sig. Svo fór hún eitthvað að sinna krökkunum og á meðan vippaði okkar maður sér upp á afturlappirnar og fékk sér kvöldmatinn sinn aðeins á undan áætlun. "Dominos pizza gott kvöld get ég aðstoðað ?"
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir hönd Goða vil ég þakka fyrir heimilið, áhugann og umhyggjuna. Þetta er frábært.
Bestu óskir..
Jóhann Frændi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:40
Halló!
Mikið líst mér vel á þetta hjá ykkur og efast ekki um að allt eigi eftir að ganga vel. Goði á örugglega eftir að reynast Bergi vel, það verður gaman að fylgjast með.
Með kveðju, Palla
Pálína Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:37
Jói fyrir hönd heimilisins þá þökkum við fyrir hann Goða.
Palla, takk fyrir.
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 23.1.2008 kl. 13:20
Greinilega skynsamur og ákveðin hundur þarna á ferð. Reddar sér bara sjálfur ef ekki er fylgst með honum. Ha, ha, c",) !!! Lýst mjög vel á þetta og vona að þetta gangi vel hjá ykkur !
Kveðja Sigrún V.
Sigrún V. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.