Styttist í kúludaginn .

Bergur sýnir Goða æ meiri áhuga og er núna mjög upptekinn af því að gefa honum hundamat.  Ef dallurinn hans er tómur þá nær hann í hundamatinn og setur í dallinn hans. Þetta er mjög mikið frumkvæði af hans hálfu og langt frá því að vera sjálfsagt. Einnig tekur hann upp á því að drusla dallinum hans til hans við hin og þessi tækifæri. Hann situr oft á gólfinu og finnst sniðugt þegar Goði kemur til hans og þefar af honum og sleikir hendina hans. Einnig sjáum við að Bergur hermir eftir okkur hinum og reynir að beita sama verklagi við að siða Goða til og að fá hann til að elta sig. Ef honum finnst hann fara of nærri rakettupokanum hans þá segir hann "nei Goði" og ýtir honum jafnvel aðeins frá.  En flottast finnst okkur að sjá hann reyna að kalla á hann og fá hann til að elta sig.  Goði er ekki alveg að átta sig á því alltaf og reyndar er hann ekki alveg að átta sig á Bergi yfirhöfuð (sem er alveg skiljanlegt). 
Ég tók líka eftir því að þegar við fórum aðeins á rúntinn í gær (pabbi, Goði og Bergur) þá stökk Goði tvisvar úr farangursgeymslunni og í sætinn (erum á svona minivan). Ég er að reyna að kenna honum að vera kyrr á sínum stað og að skilja skipunina "afturí" sem boð um að hann eigi að fara á sinn stað. Þegar ég var að reyna að fá hundinn til að skilja að hann ætti að fara afturí þá varð Bergur hálf miður sín.  Fannst eitthvað of mikill skammartónn í þessu öllu saman og vildi bara fara heim.  Spurning hvort við þurfum að græja eitthvað búr aftur í bílinn svo hann sé kyrr á sínum stað. 
 
Svo á föstudaginn er stóri kúludagurinn hjá greyið Goða.  Þá fer hann í geldingu og verð ég að segja að ég finn mikið til með honum Crying.  En svona þarf þetta víst að vera ef þetta á að ganga hjá okkur.  Svo er hugmyndin að hann fái c.a. mánuð til að jafna sig og svo fer hann á viku hlýðninámskeið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn . Við hér í sveitinni höfum fulla trú á að allt gangi vel  (hva nokkrar kjötbollur !!) og fylgjumst spennt með. Kærar kveðjur Björg , Linda Dögg, Nala, Depill, Perla og Villmey sem er í pössun hjá okkur og saknar Goða sárt.

Björg og Linda (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:55

2 identicon

Hæ elsku frænkur. Takk fyrir góðar kveðjur.  Já það var aldeilis að maður datt í dýrapottinn.  Með hest og hund á einu bretti .  Bestu kveðjur í sveitina.

Inga (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 21235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband