Kúlurnar fuku á bóndaginn.

Goði í kragaJæja þá er kappinn búin í geldingu.  Fór til dýralæknis kl 11 í morgun og við sóttum hann um kl 1500. Þá var hann vaknaður og frekar dasaður en samt ótrúlega góður.  Hann reyndi strax að koma til okkar en var svo reikull að hann næstum því datt á hliðina blessaður.  Við bjuggum um hann á teppi á hlýjum stað og svo var breitt yfir hann svo honum yrði ekki kalt. Hann fékk svona kraga um hálsinn sinn svo hann sé ekki að fikta í sárinu.  Ég verð að segja að hann Goði kom okkur verulega á óvart því um kl 1900 var hann komin af stað að elta bolta og búin að fara út að pissa og allt.  Núna er hann í því að rekast i öll húsgögn með kragann sinn og að rembast við að leika sér við dótið sitt með misjöfnum árangri. Hann þarf að vera með kragann á sér næstu daga  en við megum taka hann af undir eftirliti eftir svona 2 daga en ef hann er einn verður kraginn að vera á. Svo er saumurinn tekinn þarnæsta mánudag.Goði að jafna sig

Bergur var með á hreinu hvað stæði til hjá Goða og söng hástöfum "taka punginn, taka punginn, tralalalalala (við la cucaracha lagið). Veit ekki alveg hvað fólk heldur um þessa  fjölskyldu stundum Shocking. Gyða er búin að fara nokkrar ferðir á gólfið eins og bifvélavirki að kíkja á púst á bíl til þess að skoða hvort kúlurnar séu farnar.  Hún er búin að spyrja mikið um þetta allt saman og hefur eiginlega  fengið þjófstart á líffræði 103 út úr þessu öllu.   

En Goði er semsagt ótrúlega sprækur eftir þessa þolraun sem við settum hann í á bóndadaginn af öllum dögum. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðlinminn rosalega flottur.

Hann er eins og Nala okkar á litinn og sama tegund

Vá hvað krakkarnir hafa stækkað þið eigið bara unglinga núna

Mér finnst nú ekki við hæfi að vera með svona aðgerðir á sjálfan Bóndadaginn ha greyjið Goði

það verður gaman að fylgjast með ykkur hérna. Og nú verðum við að fara að hittast

Sóley og co (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:33

2 identicon

Hæ,
gaman að sjá að vel gengur með Goða, var búin að frétta af honum. Vonandi laumast sem mest af hliðarfréttum og myndum með hér á síðuna svo maður sjái aðeins til barnanna og ykkar líka. Svona er nú nútíminn.... maður þarf helst að hitta vini sína á netinu!
Kær kveðja frá okkur öllum og stórt knús,
Hulda og Co.

Hulda G. Geirsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:33

3 identicon

Sóley:  kominn tími til að gera eitthvað - spurning hvort krakkarnir verði með eða??  Fyndið með hundinn - og sama tegund .

Hulda:  Já sorglegt að hittast bara á netinu .  Annars er aldrei að vita hvað verður þegar veðrið fer eitthvað að skána.  Knús til ykkar héðan.

Inga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 21236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband