31.1.2008 | 17:26
Brotinn kragi og laus hundur.
Jæja kallinn hafði það af að mölbrjóta kragann sinn fína og því þurfti að hringja út dýralækni á þriðjudagskvöldið og fá hjá honum nýjan kraga. Hann kíkti í leiðinni á sauminn og sagði allt vera á góðri leið. Í gær stakk gæjinn síðan af. Hann hafði verið úti í garði með Gyðu að leika sér aðeins þegar hann sér lausan hund hlaupa hjá. Okkar maður náttúrulega lang spenntastur að fara að leika við þennan hund og þurfti ég að hlaupa ansi langt á eftir þessum tveim villingum áður en ég fékk Goða til þess að koma til mín. Ég hafði nokkrar áhyggjur vegna þess að hann var enn með sauminn í sér og mátti helst ekki vera að fara neitt í hann og einnig að ég myndi hreinlega týna honum. En allt fór þetta þó vel að lokum.
Kv.
Kej
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið sæl og til hamingju með hann Goða ykkar,rosalega flottur, ótrúlega gaman að sjá þessa síðu hjá ykkur meðal annars þar sem ég á mömmu hans Goða hana Aþenu. Jóhann sendi mér linkinn svo ég varð að kíkja . Ef ykkur langar í myndir af honum sem pínu hvolpi þá get ég sent ykkur.
kveðja Heiða Mjöll
Heiða Mjöll Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:33
Ha, ha, fjörið byrjað. Sé þig alveg fyrir mér þjótandi um Þverholtið á eftir Goða - góð líkamsrækt!
Kær kv. HGG
Hulda (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:44
Sæl Heiða og takk fyrir innlitið. Við værum mjög svo til í að fá myndir af honum littlum. Eins væri gaman að sjá mynd af mömmu hans.
Hulda, ég náði honum loks niðri á háaleiti vel búin á því. Ekki alveg í bestu hlaupaæfingunni þessa dagana.
Kv. Kej
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 13:20
Og póstfangið okkar by the way er kristinn@heimsnet.is
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.