London Calling ferðasaga 2.hluti

Það var ekki laust við að nokkurar eftirvæntingar gætti hjá mér þennan fyrsta morgun í lundúnaborg.  Með því að fara degi fyrr höfðum við búið okkur til aukafrídag í london sem við gátum ráðstafað að eigin vild. Við gátum semsagt skoðað það sem okkur lysti og farið þangað sem við vildum. London býður upp á ótal áhugaverða staði til að skoða, söfn, garða og sögulega merkilega staði. Westminster Abbey, Big Ben, London Bridge, Buckingham Palace, Trafalgar Square ofl, ofl,. 

Okkar fyrsta morgun í London fórum við því í Primark. Primark er semsagt lágvöruverðs verslun sem selur fatnað. Alveg geggjað stuð. Eftir mína meintu matareitrun þá var ég ekki alveg skemmtilegasti verslunarfélaginn og eyddi morgninum fyrir utan helstu verslanir Oxfordstrætis á meðan betri helmingurinn tók púlsinn á vetrartískunni í ár. En að öllu gríni slepptu þá er alveg hægt að versla sér til óbóta á oxford street og mikill fjöldi verslana.  

Eftir hádegi fórum við síðan í sightseeing. Keyptum okkur vikupassa í neðanjarðarlestarnar og tókubigbenm straujið niður á Westminster. Kíktum þar á Big Ben, Westminster Abbey, London Eye ofl. röltum síðan eftir Birdcage Walk upp að Buckingham Palace og kíktum aðeins á her majesty. Breski fáninn var að hún og eftir því sem við best vitum þýðir það að drottninginn væri in da house. Ég komst að því að það er hægt að eyða alveg ótrúlegum tíma í að fjasa um gardínur.  Hinar konunglegu gardínur féllu semsagt ekki í kramið hjá íslensku kennarastéttinni svo vægt sé komist að orði. 

Um kvöldið fórum við síðan ásamt föngulegum hópi kennara úr holtaskóla, á Circue du Soleil í  Royal Albert Hall, hvorki meira né minna. Þetta er farandsýning og stoppa þau í london í rétt rúman mánuð.  Sýningin þeirra nefnist Varekai og var nokkuð mögnuð.  Varekai þýðir "hvar sem er"  á hinu forna Romany sígaunamáli og söguþráðurinn byggir lauslega á grísku sögninni um Icarus. Í stuttu máli er þetta geggjuð sýning og veisla fyrir augu og eyru. Öll tónlist er lifandi og framvinda sögunnar er keyrð áfram af tveimur sögumönnum (manni og konu) sem syngja og túlka það sem er að gerast. Rosaleg akróbatík og trúðarnir alveg æðislegir. 

RoyalAlbertHallBara það að vera í Royal Albert Hall var mikil upplifun.  Þetta hús opnaði 1871 og hefur hýst ótrúlegan fjölda viðburða í gegnum árin. Þarna hafa allar helstu stjörnur hvers tíma komið fram og skemmt háum sem lágum.  Á veggjum má sjá myndir af hinum og þessum atburðum sem haldnir hafa verið þarna og má sjá tennisleik, sumokeppni, tónleika, söngleiki, bókakynningu ofl. ofl. Mér  fannst gríðarlega merkilegt að fá að koma í þetta merkilega hús með þessa miklu sögu.  

Eins og allra okkar ferða í þessari ferð þá fórum við fram og til baka með the tube og verð ég að segja að neðanjarðarkerfið þeirra er alveg frábært.  Mjög auðvelt að átta sig á því, mjög skýrt og  góð upplýsingagjöf til farþega. Hægt að þvælast um borgina þvera og endilanga fyrir lítinn pening.  

Meira síðar...

Kv. Kej. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband