Af hestum og mönnum.

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hestamennsku. Sideways  Ég bara hreinlega næ þessu ekki FootinMouth. En fyrir einhverjar sakir þá er ég einhvernveginn alltaf tengdur hestamennsku á einn eða annan hátt.  Systkini hennar Ingu eru á kafi í hestamennskunni og er í báðum  tilfellum um fjölskylduáhugamál að ræða þar sem allir í fjöskyldunni eru þáttakendur.  Inga var sjálf þáttakandi hér á árum áður en ég náði þessu aldrei.  Síðan fórum við með Berg í þroska/sjúkrþjálfun þegar hann var 4-5 ára hjá þroskaþjálfa sem heitir Ásta og notaðist hún við hesta í sinni þjálfun.  Sóley og Elfa Margeirsdætur tóku hann síðan í samskonar þjálfun hér suður með sjó. Hestar, hestar, hestar og aldrei náði ég þessu.  Eina sem sé þegar ég fer út í hesthús er hestaskítur, óþefur Sick og vesen. 

Nú ber svo við að yngsti fjölskyldumeðlimurinn er með þvílíkan áhuga á hestum að annað eins þekkist varla. Myndir 368 Þetta byrjað allt þegar hún fór að fara með út í hesthús þegar Bergur fór í þjálfun og var alltaf hundfúl yfir að komast ekki líka á bak.  Síðan fór alltaf að fjölga barbie hestunum í herberginu hennar og í dag höfum við varla tölu á hve margir þeir eru orðnir.  Hún hefur alltaf getað leikið sér út í eitt með hestana sína og allt sem tengist hestum finnst henni æðislegt.  Þessi áhugi hennar er svo einlægur að ekki er hægt að leiða hann hjá sér.  Hún fór á reiðnámskeið síðasta sumar og ekki dró það úr áhuganum.  Fyrir þrausegju og útsjónarsemi mömmu hennar fékkst síðan að láni hestur í vetur, hann Haukur, og höfum við (Gyða og Inga) hugsað um hann í vetur.  Við fengum inni í hesthúsi hjá Hrönn og Snorra og höfum notið velvildar Hrannar og Þóris og þeirra fjölskyldna í hinum ýmsu málum sem þarf að sinna þegar kemur að því að reka eitt stykki hest. 

Gyða hefur farið mjög reglulega á bak í vetur og hefur frænka hennar hún Hanna Magga unniðMyndir 391 algert þrekvirki í að kenna og þjálfa frænku sína í vetur.  Laugardaginn síðasta (23/2) var síðan vetrarmót og keppti ungfrúin í pollaflokki og stóð sig alveg rosalega vel.  Grin Foreldrar að springa úr monti og voru margir hissa á því hve góðum árangri hún hefur náð ekki orðinn 7 ára. 

Við höfum líka verið að reyna að endurvekja áhugann hjá Bergi og Myndir 404er hann aðeins að byrja að fara á bak.  Hann var aðeins búin að missa niður kjarkinn en þegar hann er kominn á bak er hann rosalega flottur.   Á sunnudaginn síðasta fór síðan öll fjölskyldan á bak á Hauki (þó ekki öll í einu) að Kristni undanskildum.  Allt síðan þetta gerðist hefur Inga gengið um með blik í auga og undarlegt bros á vörum. Held hún sé að stefna á kvennareiðina.  Mér líst eiginlega ekkert á þetta lengur og ég sé mótorhjóladrauminn minn fjara út við sjóndeildarhringinn. Crying

Goði er líka alveg að fíla þetta hestasport í botn og verður alveg friðlaus þegar beygt er inn í hestahverfið.  Þarna er fullt af hundum, spennandi lykt og öðru sem honum finnst skemmtilegt að athuga.  Hann er þó aðeins of mikill kjáni ennþá til að þorandi sé að hafa hann mikið lausan. En hann er að læra og er hún Tara sem Hrönn og Snorri eiga , dugleg að siða hann til úti í hesthúsi. 

Þannig að enn og aftur er ég komin með annan fótinn út í hesthús og hlutfallslega hef ég aldrei verið í meiri minnihluta en núna.  Ef að forlögin eru að reyna að segja mér eitthvað þá verða þau að tala hærra eða nota tákn með tali því ég er ekki enn að skilja þetta hjá þeim.  Errm

Kveðja Kej 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm.... It's a sign, It's a sign!
Þetta er færsla að mínu skapi  Þú verður farinn að ríða út áður en þú veist af því Krissi minn, en því miður færðu ekki að koma með í kvennareiðina!
Kær kveðja til allra fjölskyldumeðlima, tvífættra og fjórfættra,
Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Klem og knús frá okkur í Askim. Gobiddý gobb

Sigrún Friðriksdóttir, 28.2.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband