6 mars 2001

Ég man vel eftir 6 mars 2001.  Við hjónin  melduðum okkur inn á sjúkrahúsið í keflavík snemma á þessum miðvikudagsmorgni því nú var komið að því að okkar annað barn skyldi koma í þennan heim.  Við höfðum ákveðið að barnið skyldi tekið með keisaraskurði og um kl. 1000 um morguninn hélt ég á litlu stelpunni minni í fyrsta sinn.  Ég man þegar hún opnaði augun sín í fyrsta sinn og horfði að því að virtist ákaflega hugsi á þennan skrítna kall sem hélt á henni.  Þetta stelpuskott hélt síðan áfram að heilla pabba sinn á sjúkrahúsinu  og ég man þegar ég hélt á henni þannig að hún sneri fram og hvíldi bakhluta höfuðs síns á bringunni minni.  Allt í einu sneri hún höfði og horfði upp á mig í smá tíma eins og hún væri að átta sig á mér.   Ég varð náttúrulega alveg gapandi hissa því ég hélt að nýfædd börn ættu ekki að geta þetta. 

Ég man líka vel eftir því þegar ég var að ná í hana til dagmömmunnar ekki orðin 2 ára og við röltum saman heim á leið.  Mér fannst hún svo óendanlega mikið krútt og sneri mér oft við og bakkaði svo ég  gæti séð hana betur.  Þá sneri hún sér líka við og bakkaði eins og ég. Þvílíkt krútt. Hún hefur alla tíð síðan komið okkur á óvart með reglulegu millibili og er í alla staði alveg rosalega dugleg stelpa. Hestaáhuginn kviknaði snemma og ég man hversu heilluð hún varð af þessum tilkomumiklu skepnum. 

Við héldum uppá 7 ára afmælið hennar á föstudaginn og eftir nokkrar pælingar ákváðum við að bjóða öllum stelpunum í bekknum eða í raun árganginum þar sem ekki er hið eiginlega bekkjarkerfi hjá þeim. Við veltum þessu nokkuð fyrir okkur og gestalistinn tók nokkrum breytingum dagana fyrir afmælið. Á endanum ákváðum við að bjóða bara öllum og ekki skilja neinn útundan.  Lítið var um forföll og hingað mættu 26 skottur í afmæli. Gríðarlegt fjör.  Dagskráin var eftirfarandi:

17:00 Gestirnir mæta (mjög spennt afmælisbarn mætir þeim flestum úti á plani)

17:30 Pizzuveisla frá DominosMyndir 451

17:45 Afmælisbarnið opnar gjafirnar sínar með viðhöfn (hennar hugmynd by the way) 

18:00 Eftir smá frjálsan leik var bingó með alvöru bingóvél og páskaeggjum í verðlaun. Afmælisbarnið var náttúrulega bingóstjóri og þurfti maður að bíta sig nokkrum sinnum í tunguna til að missa sig ekki í hláturskast yfir tilburðunum hjá henni. Hún tók þetta hlutverk mjög alvarlega og stóð hún sig alveg rosalega vel. ("Stelpur þið verðið að hafa hljóð, ímyndið ykkur bara að ég sé Magga í frístund !"

18:30 Kökur,nammi og afmælissöngur og síðan ásadans og stoppdans með litlum páskaeggjum í Myndir 469verðlaun. Afmælisbarnið tók aftur við stjórnartaumum og kláraði það hlutverk með stæl. 

19:00 Gestirnir fara heim. Gríðaránægt afmælisbarn kveður gestina einn af öðrum. 

 Foreldrar vel þreyttir og afmælisbarnið ánægt.  Lykilatriði í þessu prógrami var að hafa kökurnar og nammið aftarlega á dagskránni. Wink

Sér kaka var síðan gerð fyrir stóra bróðir þar sem hann var á Heiðarholti í helgarvistun þessa helgi. 

Það er aðeins meira en að segja það að bjóða 26 stelpuskottum í afmæli en mikið rosalega var þetta samt skemmtilegt. Ég þykist vita fyrir víst að afmælisbarnið hafi verið hæstánægt með þetta allt saman og ekki sá ég betur en að gestirnir hafi skemmt sér vel. 

Svo er bara spurning hvernig við náum að fylgja þessu eftir á 13 ára afmælinu hjá stóra bróður. 

 

Kveðja   KEJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Vá er Þokkagyðjan bara orðin 7 ára. Innilega til hamingju með prinsessuna Ekkert SMÁ partý Sú held ég hafi notið sín !!! Skilið nú stóru knúsi til bæði hennar og stóra bróður frá Sigrúnu og matmanninum í Askim

Sigrún Friðriksdóttir, 10.3.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Takk takk Sigrún.  Þið Guðrún eruð svo sannarlega ofarlega í huga okkar þessa dagana því diskurinn í tækinu er enginn annar en Noregsferð fjölskyldunnar árið 2005   Bara gaman að horfa á það.  Knús til ykkar allra til baka.

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:32

3 identicon

Til lukku með daginn Gyða... um daginn! Sá líka fínar myndir á Mánasíðunni af duglegum krökkum á reiðnámskeiði . Vona að ég fái nú að sjá hestastelpuna á baki sem fyrst. Kannski maður nái nú að taka Suðurnesjabíltúr um páskana! Veðrið hefur ekki beinlínis boðið upp á að maður sé að fara neitt um helgar í vetur.
kær kv. Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 21236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband