Drengur og hundur.

    Það er hreint ótrúlega gaman að að sjá vinskapinn sem hefur myndast á milli Bergs og Goða.  Þetta sást mjög vel þegar Bergur kom heim úr helgarvistun á Heiðarholti. Goði tók á móti honum úti á plani og Bergur ljómaði allur þegar hann sá Goða koma hlaupandi til hans.  Þeir þvældust síðan í kring um húsið á meðan við Inga njósnuðum um þá út um bakgluggann.  Goði er að átta sig betur á því  hvernig Bergur leikur og hvað hann er að meina.  Ef þeir fá til þess frið þá eru þeir rosalega flottir saman og geta alveg leikið sér saman í þó nokkra stund.  Líka mjög gaman að sjá þegar Goði vekur Berg á morgnana því þar sem Bergur er nú opinberlega orðin unglingur þá er ekkert mjög auðvelt að vekja drenginn.  Goði aftur á móti þarf hinsvegar bara að stinga nefinu upp í rúm til hans og hnusa aðeins þá færist bros yfir Berg og Goði fær knús frá honum til baka. Bara sætt. InLove

Um daginn voru þeir félagarnir að vesenast eitthvað á bak við hús og Inga var með annað augað á þeim.  Skyndilega voru þeir horfnir og Inga fer þá út og kallar á Berg. Ekkert svar. Þá kallar hún á Goða og eftir smá stund kemur hann hlaupandi neðan úr skógi með Berg á hælunum.  Alger snilld. Grin

Bergi finnst líka sniðugt þegar verið er að þjálfa Goða og er stundum að reyna að leika hlutverk hundaþjálfarans. Honum finnst líka rosalega fyndið þegar Goði er að villingast eitthvað og einhver er að  skamma hann.  Hann hefur líka áhyggjur af því að Goði reyni að éta rakettudraslið hans sem hann er búin að safna í poka og Goði er stundum að hnusa af.  

Inga og Gyða eru óþreytandi í hestamennskunni og Goði færi yfirleitt að fara með.  Hann fær núna að vera mun meira laus úti í hesthúsi og það finnst honum æðislegt.  Hleypur um og þefar af öllu og tékkar á hinum hundunum.  En honum er ekki treystandi ef að Gyða er komin á bak og á leið í reiðtúr og þá þarf hann að vera í ól.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þessi hundur er bara æði, frábært hvað gengur vel með hann og að Bergur sé að finna sig svona með Goða er bara frábært,  bið að heilsa héðan úr sólinni...... Inga Ósk

Inga Ósk (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband