Hálfur meter !

    Á mínum stutta ferli sem hundaeigandi (c.a. 3 mánuðir) hefur mér hingað til þótt ég vera alveg ágætur sem slíkur. Mér finnst kvikindið sem slíkt alveg stórskemmtilegt og hefur komið á óvart hversu lítil kvöð það er að eiga og reka eitt stykki hund.  Auðvitað er hægt að segja að það sé ákveðin vinna að vera með hund og auðvitað eru handtökin nokkur  sem hægt er að rekja beint til rakkans en mér hefur að mestu leiti þótt það ljúft og skylt að sinna þeim verkum sem til hafa fallið. 

Við hjónin höfum reynt að vera dugleg að fara út að labba með Goða og reynum að beita þeim aðferðum sem við höfum lært til þess að hann gangi við hæl.  Inga hefur soldið kvartað undan því að hann sé alltaf fyrir framan hana sama hvað hún reyni að kippa í ólina og stýra honum.  Ég hef hingað til hlegið góðlátlega að þessum tilburðum hjá henni og klappað henni á öxlina svona meira af meðaumkun Wink.  Ég hef leyft henni að halda að hundurinn barasta hlýði henni ekki eins vel og mér þar sem ég sé svo klár í þessu, verandi húsbóndinn á heimilinu og allt það.  Sannleikurinn er hinsvegar sá að hundrassgatið er ekkert betri hjá mér. Við leggjum af stað, ég segi við hann "hæll" og labba af stað með tauminn í hægri hendi og passlegan slaka.  Eftir svona 10 sekúndur er hann hinsvegar kominn c.a. hálfum metra fram fyrir mig. Ég kippi í ólina og segi við hann "Nei, hæll" (reyni að hljóma rosalega harður)Police. Hundurinn horfir á mig með að því að mér finnst einhverju lymskulegu glotti og bakkar um áðurnefndan hálfan metra.  En áður en ég veit er hann búin að hnupla hálfa metranum sínum aftur. 

Ég verð að viðurkenna að mér finnst pínu óþægilegt að vera að kippa í ólina og siða hann til þegar fólk sér til mín því ég held að fólki finnist ég vera vondur við hann.  Kannski er ég of linur við hann, ekki gott að segja.  Í gærkvöldi fór ég síðan með hundinn í þjálfun og ég vissi að til stóð að fara með hann út í göngutúr.  Ég hafði aðeins rætt hálfsmeters vandamálið mitt við Atla hundaþjálfara en hann hló bara að mér og því hlakkaði aðeins í mér á leiðinni til hans og átti ég ekki von á neinu öðru en að hann héldi áfram að stela sínum hálfa metra frá Atla.  

Nú, þegar við lögðum af stað í göngutúrinn og ég búin að setja mig í stellingar til þess að benda á Atla og hlægja að honum þegar hann réði ekkert við kvikindið Tounge þá gerðist eftirfarandi: Þeir labba af stað, Goði fer fram fyrir Atla, Atli kippir einu sinni duglega í og segir ákveðið "nei, hæll". Goði breytist úr heimilishundi í einhvern hermannahund sem ég þekkti ekki og labbar restina af göngutúrnum eins og eftir teikningu. Fór aldrei fram fyrir, settist og lagðist eftir skipunum og ég veit ekki hvað og hvað.  Bölvað hundsspottið.  Atli hafði síðan orð á því að Goði hlýddi honum og gengi við hæl eins og hundur sem væri búin að vera í nokkur ár í þjálfun. Já er það virkilega.

Í morgun fórum við félagarnir síðan í langan göngutúr og nú ætlaði ég sko að ná þessu.  Ég reyndi að vera rosalega ákveðinn og ætlaði sko aldeilis að negla þetta.  Goði aftur á móti horfði á mig með sama glottinu  og áður Whistling og hirti sinn hálfa meter eins og ekkert hefði í skorist.   "Andvarp."

Kv. Kej.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Voff, voff...

Halla Rut , 12.4.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband