23.4.2008 | 21:59
Þrjóska og afmæli.
Síðasti vetrardagur og afmælisdagur hjá Goða . Eins árs í dag ef við erum að skilja þetta rétt. Gerði svo sem ekkert sérstakt á afmælisdaginn sinn annað en að vera hundur og gera sína hundahluti. Fór svo í einkatíma hjá Atla og var heldur undrandi þegar ég skildi hann einan eftir hjá Atla í kvöld.
Annars er það í frásögur færandi að loks kom að þrjóskunni hjá honum sem að Atli hafði átt von á. Í síðasta tíma neitaði okkar maður alveg að taka þátt í "taka" ,"halda" æfingum . Aumingja Atli var alveg sveittur við að fá hann til að taka þátt í æfingunni og úr varð heljarinnar þrjósku slagur á milli hunds og þjálfara. Ég er á því að þjálfarinn hafi haft sigur í uppbótartíma en tæpt var það.
Fengum okkur líka búr í bílinn og ætti það að draga úr hundahárum í sætunum. Hann hefur hingað til flakkað um bílinn eins og hann lysti til þegar hann hefur verið skilinn eftir einn í einhvern tíma með tilheyrandi hárum og sliti á sætum.
En það gengur mjög vel með hann í æfingum og hann er rosalega góður í labbtúrum núna. Labbar flott við hæl og fylgir skipunum mjög vel. Ekki fullkomlega en mjög vel. Okkur finnst þetta ganga vonum framar og krossum eiginlega bara puttana, bönkum í tré og segjum 7, 9, 13.
Kv. Kej.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar
og
takk fyrir
skemmtilegan bloggvetur.
Knús og klemm frá mér
Sigrún Friðriksdóttir, 24.4.2008 kl. 16:36
Takk og sömuleiðis kæra vinkona. Aldrei að vita hvað gerist í sumar ef útþráin er mikil . Annars virðist þið stöllur vera lítið heima við hehe.
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.