Þrjóska og afmæli.

Síðasti vetrardagur og afmælisdagur hjá Goða Wizard. Eins árs í dag ef við erum að skilja þetta rétt. Gerði svo sem ekkert sérstakt á afmælisdaginn sinn annað en að vera hundur og gera sína hundahluti.  Fór svo í einkatíma hjá Atla og var heldur undrandi þegar ég skildi hann einan eftir hjá Atla í kvöld.

Annars er það í frásögur færandi að loks kom að þrjóskunni hjá honum sem að Atli hafði átt von á.  Í síðasta tíma neitaði okkar maður alveg að taka þátt í "taka" ,"halda" æfingum Pinch. Aumingja Atli var alveg sveittur Police við að fá hann til að taka þátt í æfingunni og úr varð heljarinnar þrjósku slagur á milli hunds og þjálfara.  Ég er á því að þjálfarinn hafi haft sigur í uppbótartíma en tæpt var það.   

Fengum okkur líka búr í bílinn og ætti það að draga úr hundahárum í sætunum.  Hann hefur hingað til flakkað um bílinn eins og hann lysti til þegar hann hefur verið skilinn eftir einn í einhvern tíma með tilheyrandi hárum og sliti á sætum. 

En það gengur mjög vel með hann í æfingum og hann er rosalega góður í labbtúrum núna.  Labbar flott við hæl og fylgir skipunum mjög vel. Ekki fullkomlega en mjög vel. Okkur finnst þetta ganga vonum framar og krossum eiginlega bara puttana, bönkum í tré og segjum 7, 9, 13.  

Kv. Kej. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilegt sumar

og

takk fyrir

skemmtilegan bloggvetur.

Knús og klemm frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 24.4.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Takk og sömuleiðis kæra vinkona.  Aldrei að vita hvað gerist í sumar ef útþráin er mikil .  Annars virðist þið stöllur vera lítið heima við hehe.

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 21225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband