11.7.2008 | 11:38
Þjálfunar "update"
Í hundaþjálfuninni er aðaláherslan á samskipti Bergs og Goða þessa stundina. Mesta baslið er að fá Berg til að haga sér samkvæmt teikningunni en hann er soldið gjarn á að detta í fíflagang og gleymir stundum að hann þarf að huga að Goða. Atli hefur látið Berg vera með nokkurskonar belti utan um sig miðjan með áföstum taumi sem festur er við hundinn. Þetta hefur gefist nokkuð vel og á meðan Bergur er til í að vera með þetta hangandi utan um sig þá gengur þetta fínt.
Í síðasta tíma bað Atli um að fá að vinna með Berg og hundinn án þess að við værum með. Það fór eins og við höfðum haldið að án foreldrana þá var miklu minna um kjánalæti í honum og tíminn gekk alveg glimrandi vel. Ég verð að viðurkenna að ég var farinn að fá smá efasemdir um að þetta væri að ganga hjá okkur því mér fannst Bergur vera svo erfiður í taumi og gjarn á að detta í fíflagang á æfingum. Þegar hann var einn með Atla þá náði ég að sjá aðeins til þeirra úr launsátri og þá fannst mér ég eiginlega í fyrsta skipti sjá hvernig þetta gæti gengið upp. Þeir voru rosalega flottir saman og Goði virtist mjög meðvitaður um hlutverk sitt.
Auðvitað er hellings vinna eftir og nokkuð langt í land með að upphafleg markmið okkar séu í höfn en ég held að óhætt sé að segja að við séum á ágætis róli með þetta allt saman.
Kv. Kej
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.