Þjálfunar "update"

Í hundaþjálfuninni er aðaláherslan á samskipti Bergs og Goða þessa stundina.  Mesta baslið er að fá Berg til að haga sér samkvæmt teikningunni en hann er soldið gjarn á að detta í fíflagang og gleymir stundum að hann þarf að huga að Goða. Atli hefur látið Berg vera með nokkurskonar belti utan um sig miðjan með áföstum taumi sem festur er við hundinn.  Þetta hefur gefist nokkuð vel og á meðan Bergur er til í að vera með þetta hangandi utan um sig þá gengur þetta fínt.

Í síðasta tíma bað Atli um að fá að vinna með Berg og hundinn án þess að við værum með.  Það fór eins og við höfðum haldið að án foreldrana þá var miklu minna um kjánalæti í honum og tíminn gekk alveg glimrandi vel.  Ég verð að viðurkenna að ég var farinn að fá smá efasemdir Blush um að þetta væri að ganga hjá okkur því mér fannst Bergur vera svo erfiður í taumi og gjarn á að detta í fíflagang á æfingum.  Þegar hann var einn með Atla þá náði ég að sjá aðeins til þeirra úr launsátri og þá fannst mér ég eiginlega í fyrsta skipti sjá hvernig þetta gæti gengið upp. Þeir voru rosalega flottir saman og Goði virtist mjög meðvitaður um hlutverk sitt. 

Auðvitað er hellings vinna eftir og nokkuð langt í land með að upphafleg markmið okkar séu í höfn en ég held að óhætt sé að segja að við séum á ágætis róli með þetta allt saman. 

Kv. Kej 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 21232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband