Athyglisverð bloggfærsla

Í ljósi þess sem við erum að fara gera með hann Goða og þær pælingar sem hafa átt sér stað þá er þessi bloggfærsla hérna nokkuð athyglisverð lesning. Við kíkjum öðru hvoru á bloggið hennar Jónu þar sem hún er jú að mörgu leyti í svipuðum sporum og við og er hún mjög dugleg að leyfa okkur hinum að fylgjast með daglegu lífi fjölskyldu sinnar. Það er ótrúlega margt í þessari færslu sem er keimlíkt okkar upplifun og mjög margt sem við könnumst vel við. 

Í þessari tilvitnun hérna er t.d. hægt að skipta út nöfnum og setja Berg og Goða inn því þetta er nákvæmlega eins og hjá okkur: 

"Það tók Vidda smá tíma að venjast Ian þar sem hann getur verið hávær og harðhentur, en Viddi uppgötvaði smám saman að nálægt Ian er gott að vera. Ian Anthony er sá eini í fjölskyldunni sem deilir matnum sínum með Vidda og Ian er sá eini sem Viddi fær að sleikja eyrun á, eins lengi og hann lystir."

Miðað við hvernig hefur gengið hjá þessari ágætu fjölskyldu með hann Vidda hund þá er ekki ástæða til annars en að fyllast bjartsýni á það sem við erum að gera með hann Goða okkar. Grin

Kv. Kej. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lofar góðu...

     Ekki spurning...

Jói frændi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:46

2 identicon

Kveðja

Jói frændi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:53

3 identicon

Vorum að skoða myndirnar,þær tala sínu máli.Mynd númer 8 finnst mér óborganleg.Gyða er ofsalega örugg og sæl líka.Kv H og L .E

Hildur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 21205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband