Vinskapur að þróast.

Það er mjög athyglisvert að fylgjast með tengslamynduninni hjá þeim Bergi og Goða þessa dagana.  Bergur er að gefa sig meira og meira að honum og þegar hann fær frið (frá systur sinni) þá er ótrúlega gaman að sjá til hans.  Í gær var Bergur heima vegna veikinda og þá var hann allan daginn að vasast í hundinum.  Þeir lágu þá stundum saman á gólfinu og voru eiginlega að læra á hvorn annan.  Goði er að læra á þennan skrítna strák, snertingarnar hans (sem meika kannski ekki alltaf sens), orðin og skipanirnar hans o.þ.h.  Ég hafði áhyggjur af því að hann væri of harðhentur við hann en hann er það ekki.  Ekki þannig að hann sé að meiða hann allaveganna.  Hann tekur stundum í snoppuna hans og reynir að fá hann til að sleikja sig og stundum tekur hann í loppuna og segir "sæll" og þá er Goði kannski steinsofandi Sleeping og áttar sig ekki alveg á hvað sé í gangi.  En heilt yfir þá þetta í góðu lagi hjá þeim.  Goði sækir allaveganna í Berg og vill vera hjá honum og það segir sjálfsagt eitthvað.  Reyndar er Bergur óþreytandi að gefa honum af matnum sínum og réttir honum líka glasið sitt þannig að Goði veit að það er mesti sénsinn á að fá eitthvað gott í munninn hjá þessum strák.

Annars tók hundurinn upp á því að gera nr. 2 innandyra um daginn Sick. Shit, eða þannig. Hann hefur gert  þetta tvisvar sinnum með stuttu millibili og náði ég honum "in the act" í seinna skiptið.  Hann var náttúrulega skammaður í samræmi við glæpinn og var hann afar skömmustulegur og vissi klárlega upp á sig sökina blessaður kallinn.  Restina af deginum var nóg ef ég horfði á hann og sagði "Iss Goði" þá fóru eyrun og skottið nánast ofaní gólf og hann var þvílíkt ræfilslegur greyið Blush.

Það er spurning hvort við höfum ekki áttað okkur á einhverjum merkjum frá honum að hann þyrfti að komast út en í bæði þessi skipti hafði hann nýlega verið úti og gert nr. 1 allaveganna.  Við sjáum til.

Kv. Kej 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott mynd og flott skrifað...

Bestu óskir...

Jó Frændi (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:41

2 identicon

Hæ hæ, Heiða hér.

Ég sendi ykkur myndir af Goða og Aþenu en mundi þá allt í einu eftir vef með fullt af myndum af þeim.

http://public.fotki.com/baldurelfar/

Kveðja Heiða og fjölskylda

Heiða Mjöll Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:32

3 identicon

Æðisleg mynd af þeim vinunum... þetta gengur greinilega vel.

Kveðja,

Palla

Palla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 21204

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband