Færsluflokkur: Bloggar

6 mars 2001

Ég man vel eftir 6 mars 2001.  Við hjónin  melduðum okkur inn á sjúkrahúsið í keflavík snemma á þessum miðvikudagsmorgni því nú var komið að því að okkar annað barn skyldi koma í þennan heim.  Við höfðum ákveðið að barnið skyldi tekið með keisaraskurði og um kl. 1000 um morguninn hélt ég á litlu stelpunni minni í fyrsta sinn.  Ég man þegar hún opnaði augun sín í fyrsta sinn og horfði að því að virtist ákaflega hugsi á þennan skrítna kall sem hélt á henni.  Þetta stelpuskott hélt síðan áfram að heilla pabba sinn á sjúkrahúsinu  og ég man þegar ég hélt á henni þannig að hún sneri fram og hvíldi bakhluta höfuðs síns á bringunni minni.  Allt í einu sneri hún höfði og horfði upp á mig í smá tíma eins og hún væri að átta sig á mér.   Ég varð náttúrulega alveg gapandi hissa því ég hélt að nýfædd börn ættu ekki að geta þetta. 

Ég man líka vel eftir því þegar ég var að ná í hana til dagmömmunnar ekki orðin 2 ára og við röltum saman heim á leið.  Mér fannst hún svo óendanlega mikið krútt og sneri mér oft við og bakkaði svo ég  gæti séð hana betur.  Þá sneri hún sér líka við og bakkaði eins og ég. Þvílíkt krútt. Hún hefur alla tíð síðan komið okkur á óvart með reglulegu millibili og er í alla staði alveg rosalega dugleg stelpa. Hestaáhuginn kviknaði snemma og ég man hversu heilluð hún varð af þessum tilkomumiklu skepnum. 

Við héldum uppá 7 ára afmælið hennar á föstudaginn og eftir nokkrar pælingar ákváðum við að bjóða öllum stelpunum í bekknum eða í raun árganginum þar sem ekki er hið eiginlega bekkjarkerfi hjá þeim. Við veltum þessu nokkuð fyrir okkur og gestalistinn tók nokkrum breytingum dagana fyrir afmælið. Á endanum ákváðum við að bjóða bara öllum og ekki skilja neinn útundan.  Lítið var um forföll og hingað mættu 26 skottur í afmæli. Gríðarlegt fjör.  Dagskráin var eftirfarandi:

17:00 Gestirnir mæta (mjög spennt afmælisbarn mætir þeim flestum úti á plani)

17:30 Pizzuveisla frá DominosMyndir 451

17:45 Afmælisbarnið opnar gjafirnar sínar með viðhöfn (hennar hugmynd by the way) 

18:00 Eftir smá frjálsan leik var bingó með alvöru bingóvél og páskaeggjum í verðlaun. Afmælisbarnið var náttúrulega bingóstjóri og þurfti maður að bíta sig nokkrum sinnum í tunguna til að missa sig ekki í hláturskast yfir tilburðunum hjá henni. Hún tók þetta hlutverk mjög alvarlega og stóð hún sig alveg rosalega vel. ("Stelpur þið verðið að hafa hljóð, ímyndið ykkur bara að ég sé Magga í frístund !"

18:30 Kökur,nammi og afmælissöngur og síðan ásadans og stoppdans með litlum páskaeggjum í Myndir 469verðlaun. Afmælisbarnið tók aftur við stjórnartaumum og kláraði það hlutverk með stæl. 

19:00 Gestirnir fara heim. Gríðaránægt afmælisbarn kveður gestina einn af öðrum. 

 Foreldrar vel þreyttir og afmælisbarnið ánægt.  Lykilatriði í þessu prógrami var að hafa kökurnar og nammið aftarlega á dagskránni. Wink

Sér kaka var síðan gerð fyrir stóra bróðir þar sem hann var á Heiðarholti í helgarvistun þessa helgi. 

Það er aðeins meira en að segja það að bjóða 26 stelpuskottum í afmæli en mikið rosalega var þetta samt skemmtilegt. Ég þykist vita fyrir víst að afmælisbarnið hafi verið hæstánægt með þetta allt saman og ekki sá ég betur en að gestirnir hafi skemmt sér vel. 

Svo er bara spurning hvernig við náum að fylgja þessu eftir á 13 ára afmælinu hjá stóra bróður. 

 

Kveðja   KEJ.


Af hestum og mönnum.

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hestamennsku. Sideways  Ég bara hreinlega næ þessu ekki FootinMouth. En fyrir einhverjar sakir þá er ég einhvernveginn alltaf tengdur hestamennsku á einn eða annan hátt.  Systkini hennar Ingu eru á kafi í hestamennskunni og er í báðum  tilfellum um fjölskylduáhugamál að ræða þar sem allir í fjöskyldunni eru þáttakendur.  Inga var sjálf þáttakandi hér á árum áður en ég náði þessu aldrei.  Síðan fórum við með Berg í þroska/sjúkrþjálfun þegar hann var 4-5 ára hjá þroskaþjálfa sem heitir Ásta og notaðist hún við hesta í sinni þjálfun.  Sóley og Elfa Margeirsdætur tóku hann síðan í samskonar þjálfun hér suður með sjó. Hestar, hestar, hestar og aldrei náði ég þessu.  Eina sem sé þegar ég fer út í hesthús er hestaskítur, óþefur Sick og vesen. 

Nú ber svo við að yngsti fjölskyldumeðlimurinn er með þvílíkan áhuga á hestum að annað eins þekkist varla. Myndir 368 Þetta byrjað allt þegar hún fór að fara með út í hesthús þegar Bergur fór í þjálfun og var alltaf hundfúl yfir að komast ekki líka á bak.  Síðan fór alltaf að fjölga barbie hestunum í herberginu hennar og í dag höfum við varla tölu á hve margir þeir eru orðnir.  Hún hefur alltaf getað leikið sér út í eitt með hestana sína og allt sem tengist hestum finnst henni æðislegt.  Þessi áhugi hennar er svo einlægur að ekki er hægt að leiða hann hjá sér.  Hún fór á reiðnámskeið síðasta sumar og ekki dró það úr áhuganum.  Fyrir þrausegju og útsjónarsemi mömmu hennar fékkst síðan að láni hestur í vetur, hann Haukur, og höfum við (Gyða og Inga) hugsað um hann í vetur.  Við fengum inni í hesthúsi hjá Hrönn og Snorra og höfum notið velvildar Hrannar og Þóris og þeirra fjölskyldna í hinum ýmsu málum sem þarf að sinna þegar kemur að því að reka eitt stykki hest. 

Gyða hefur farið mjög reglulega á bak í vetur og hefur frænka hennar hún Hanna Magga unniðMyndir 391 algert þrekvirki í að kenna og þjálfa frænku sína í vetur.  Laugardaginn síðasta (23/2) var síðan vetrarmót og keppti ungfrúin í pollaflokki og stóð sig alveg rosalega vel.  Grin Foreldrar að springa úr monti og voru margir hissa á því hve góðum árangri hún hefur náð ekki orðinn 7 ára. 

Við höfum líka verið að reyna að endurvekja áhugann hjá Bergi og Myndir 404er hann aðeins að byrja að fara á bak.  Hann var aðeins búin að missa niður kjarkinn en þegar hann er kominn á bak er hann rosalega flottur.   Á sunnudaginn síðasta fór síðan öll fjölskyldan á bak á Hauki (þó ekki öll í einu) að Kristni undanskildum.  Allt síðan þetta gerðist hefur Inga gengið um með blik í auga og undarlegt bros á vörum. Held hún sé að stefna á kvennareiðina.  Mér líst eiginlega ekkert á þetta lengur og ég sé mótorhjóladrauminn minn fjara út við sjóndeildarhringinn. Crying

Goði er líka alveg að fíla þetta hestasport í botn og verður alveg friðlaus þegar beygt er inn í hestahverfið.  Þarna er fullt af hundum, spennandi lykt og öðru sem honum finnst skemmtilegt að athuga.  Hann er þó aðeins of mikill kjáni ennþá til að þorandi sé að hafa hann mikið lausan. En hann er að læra og er hún Tara sem Hrönn og Snorri eiga , dugleg að siða hann til úti í hesthúsi. 

Þannig að enn og aftur er ég komin með annan fótinn út í hesthús og hlutfallslega hef ég aldrei verið í meiri minnihluta en núna.  Ef að forlögin eru að reyna að segja mér eitthvað þá verða þau að tala hærra eða nota tákn með tali því ég er ekki enn að skilja þetta hjá þeim.  Errm

Kveðja Kej 


Vinskapur að þróast.

Það er mjög athyglisvert að fylgjast með tengslamynduninni hjá þeim Bergi og Goða þessa dagana.  Bergur er að gefa sig meira og meira að honum og þegar hann fær frið (frá systur sinni) þá er ótrúlega gaman að sjá til hans.  Í gær var Bergur heima vegna veikinda og þá var hann allan daginn að vasast í hundinum.  Þeir lágu þá stundum saman á gólfinu og voru eiginlega að læra á hvorn annan.  Goði er að læra á þennan skrítna strák, snertingarnar hans (sem meika kannski ekki alltaf sens), orðin og skipanirnar hans o.þ.h.  Ég hafði áhyggjur af því að hann væri of harðhentur við hann en hann er það ekki.  Ekki þannig að hann sé að meiða hann allaveganna.  Hann tekur stundum í snoppuna hans og reynir að fá hann til að sleikja sig og stundum tekur hann í loppuna og segir "sæll" og þá er Goði kannski steinsofandi Sleeping og áttar sig ekki alveg á hvað sé í gangi.  En heilt yfir þá þetta í góðu lagi hjá þeim.  Goði sækir allaveganna í Berg og vill vera hjá honum og það segir sjálfsagt eitthvað.  Reyndar er Bergur óþreytandi að gefa honum af matnum sínum og réttir honum líka glasið sitt þannig að Goði veit að það er mesti sénsinn á að fá eitthvað gott í munninn hjá þessum strák.

Annars tók hundurinn upp á því að gera nr. 2 innandyra um daginn Sick. Shit, eða þannig. Hann hefur gert  þetta tvisvar sinnum með stuttu millibili og náði ég honum "in the act" í seinna skiptið.  Hann var náttúrulega skammaður í samræmi við glæpinn og var hann afar skömmustulegur og vissi klárlega upp á sig sökina blessaður kallinn.  Restina af deginum var nóg ef ég horfði á hann og sagði "Iss Goði" þá fóru eyrun og skottið nánast ofaní gólf og hann var þvílíkt ræfilslegur greyið Blush.

Það er spurning hvort við höfum ekki áttað okkur á einhverjum merkjum frá honum að hann þyrfti að komast út en í bæði þessi skipti hafði hann nýlega verið úti og gert nr. 1 allaveganna.  Við sjáum til.

Kv. Kej 

 


Athyglisverð bloggfærsla

Í ljósi þess sem við erum að fara gera með hann Goða og þær pælingar sem hafa átt sér stað þá er þessi bloggfærsla hérna nokkuð athyglisverð lesning. Við kíkjum öðru hvoru á bloggið hennar Jónu þar sem hún er jú að mörgu leyti í svipuðum sporum og við og er hún mjög dugleg að leyfa okkur hinum að fylgjast með daglegu lífi fjölskyldu sinnar. Það er ótrúlega margt í þessari færslu sem er keimlíkt okkar upplifun og mjög margt sem við könnumst vel við. 

Í þessari tilvitnun hérna er t.d. hægt að skipta út nöfnum og setja Berg og Goða inn því þetta er nákvæmlega eins og hjá okkur: 

"Það tók Vidda smá tíma að venjast Ian þar sem hann getur verið hávær og harðhentur, en Viddi uppgötvaði smám saman að nálægt Ian er gott að vera. Ian Anthony er sá eini í fjölskyldunni sem deilir matnum sínum með Vidda og Ian er sá eini sem Viddi fær að sleikja eyrun á, eins lengi og hann lystir."

Miðað við hvernig hefur gengið hjá þessari ágætu fjölskyldu með hann Vidda hund þá er ekki ástæða til annars en að fyllast bjartsýni á það sem við erum að gera með hann Goða okkar. Grin

Kv. Kej. 


Saumur, ormur og sprauta !

Fór með hundinn í saumatöku og ormahreinsun og það gekk bara fínt.  Dýralæknirinn sá í bókinni hans að hann átti eftir að fara í bólusetningu þannig að við tókum það bara í leiðinni. Kallinn varð pínu slappur Sick eftir sprautuna og kastaði nokkrum sinnum upp. En hann hresstist þegar líða tók á kvöldið. Og þá fer að styttast í að við hefjum þjálfunina hans. 

Annars erum við alltaf að sjá betur og betur hvað þessi hundur er mikið gæðablóð. Í morgun laumaði hann sér t.d. upp í til mín og hjúfraði sig í hálsakotið mitt.  Eitthvað alveg spes að vakna með hund kúrandi uppi í rúmi hjá sér. Joyful


London Calling ferðasaga 3.hluti

Næstu 2 daga fór betri helmingurinn á BETT sýninguna á meðan að ég (verri helmingurinn ? ) ráfaði stefnulaust um borgina.  Fyrri daginn fór ég niður á Westminster og rölti síðan í rigningunni aftur upp á oxford street.  Náði að kíkja á Big Ben (aftur, orðið soldið þreytt) Downing Street, Trafalgar Square, Leicester Square og sitthvað fleira. 

WWRYWe Will Rock You 

Um kvöldið fórum við síðan á hreint frábæran söngleik sem heitir We Will Rock You í The Dominion Theater  og byggir eins og nafnið gefur til kynna á tónlist hljómsveitarinnar Queen. Mikill kraftur og mjög skemmtilegt.  Ef ég færi aftur á þetta show myndi ég reyna að vera heldur framar og nær sviðinu.  Mæli eindregið með þessari sýningu.  

BETT 

Myndir 245Seinni daginn ákvað ég svo að rölta leiðina að höllinni sem hýsti BETT sýninguna og athuga hvað ég sæi á leiðinni.  Rölti þá í gegn um Hyde Park, kíkti á The Marble Arch sem reistur var árið 1828 og var upphaflega hluti af Buckingham Palace. Var færður árið 1851 á þann stað sem hann er í dag.  Speakers Corner var einnig skoðað. Þar getur hver sem er talað um hvað sem er svo fremi það sé innan almennra velsæmismarka.  Þar hafa ekki ómerkari menn en Karl Marx, Lenin og George Orwell staðið og talað. Þennan rigningardag var hinsvegar fátt um manninn.  Í beinu framhaldi af Hyde Park er síðan Kensington Park og síðan Kensington Palace. Þar bjó Díana prinsessa á sínum tíma og þar fékk almenningur útrás fyrir sorgir sínar eftir andlát hennar og til varð gríðarlegt blómahaf. Rambaði að lokum á Olympia Exhibition Center þar sem BETT var haldið.  BETT var í stuttu máli chaos.  Gríðarlegur fjöldi af básum og fólki og ótrúlega mikill hávaði.  Líklega eins og að vera í býflugnabúi. Enda var Inga vel þreytt eftir þessa daga.  En það var mjög gaman að skoða þessa sýningu aðeins og greinilega mikið í húfi því þarna voru öll helstu nöfnin úr tölvu og tækniheiminum að kynna sig og sitt. Við tókum síðan lestina aftur upp að oxford street.

Le relais de Venise 

large_aboutUm kvöldið fórum við síðan út að borða.  Talað hafði verið um að það ætti að fara að borða á "staðnum með grænu sósuna". Þetta væri semsagt veitingastaður sem hefði aðeins einn rétt á matseðlinum og græna sósu með.  Verð að viðurkenna að maður var svosem ekkert að deyja úr spenningi og vissi varla við hverju ætti að búast.  En o my lord hvað þetta reyndist vera góður veitingastaður.  Þessi staður heitir Le Relais de Venise - l´entrecote.  Hann opnaði í London árið 2005 og er samkvæmt franskri fyrirmynd sem opnaði 1959 í parís. Matseðilinn er s.k. steak frites eða steik og franskar og síðan er græn sósa með sem er víst orðin goðsagnarkennd og hefur ekki tekist að kópera þá uppskrift.  Kjötið bráðnaði í munni og sósan var eiginlega ólýsanlega góð. Ef ég ætti að reyna að lýsa henni þá væri það bernaise með sinnep og pipar viðbót. Samt ekki alveg rétt. Sögusagnir herma að lykilatriði í uppskriftinni sé kjúklinga lifur. Ekki staðfest þó. Vínið er síðan frá vínekru fjölskyldunnar sem rekur staðinn og smakkaðist rauðvín hússins mjög vel með. Þessi staður tekur ekki frá borð og er ekki annað að gera en mæta bara og standa í röð.  Þar sem aðeins er boðið uppá einn aðalrétt þá gengur afgreiðslan fljótt og því yfirleitt ekki löng bið.  Ef þú ert í London þá er skylda að fara einu sinni á Le relais de venise. 

West Ham 

Myndir 287Síðasta heila daginn okkar í London fór hópurinn síðan á knattspyrnuleik með West Ham Utd. Við sáum West Ham sem eru í austur London leika gegn Fulham sem kemur frá vestur London.  Við höfðum hvorug farið á leik í ensku deildinni áður og var ég nokkuð spenntur fyrir þessu. Við tókum lestina enn og aftur frá Bond Street og var endastöð Upton Park. Magnað að sjá hvernig lestin fylltist hægt og rólega af fólki í WH klæðnaði.  Þegar lestin rann síðan í hlað á Upton Park var hún orðin vel full.  Gríðarlegt mannhaf var síðan fyrir utan lestarstöðina og rann þetta haf rólega í átt að vellinum.  Við stoppuðum á Queens pub til að drekka i okkur smá stemmingu (og líka  smá bjór) og var það upplifun útaf fyrir sig.  Síðan var farið á völlinn og vorum við með sæti frekar ofarlega.  Ef ég fer aftur og hef eitthvað val þá vil ég vera nær vellinum. Fannst ég aldrei komast í snertingu við leikinn svona ofarlega.  Þetta var annars merkileg upplifun og töluvert öðruvísi en ég átti von á.  Ég hélt að þetta væri meiri spenna og meira fjör en það spilar sjálfsagt inn í að maður hafði ekki neinar taugar til hvorugs liðsins og sjálfsagt er þetta öðruvísi ef maður er að horfa á sitt lið.  Þarf greinilega að prófa að fara á leik með liverpool.  Nokkuð var um íslendinga á leiknum sem og í borginni sjálfri. Eftir leik (sem lauk by the way með sigri WH 2-1) fórum við að borða og vorum síðan svo búin á því að við lufsuðumst upp á hótel og vorum farinn að sofa um kl. 2100. Ég rölti yfir í Tesco sem var staðsett fyrir aftan hótelið og verslaði fyrir okkur morgunmat áður en ég fór að sofa. Komst þá að því að í london er hægt að kaupa bjór og léttvín úti í búð og það er mjög ódýrt.  Kannski ágætt að maður komst ekki að þessu fyrr en síðasta kvöldið Wink. Einnig fannst mér það athyglisvert að fyrir utan pöbbana kl. 2100 um kvöldið var svipuð stemming og fyrir utan íslenska skemmtistaði kl. 0300.  Haugölvað fólk á trúnó og í keleríiInLove. Magnað. Þar sem allir staðir loka í london kl. 2300 þá byrjar fólk sjálfsagt fyrr og er því fyrr komið í trúnó og kelerís ástand.  Þetta þótti mér afar athyglisvert. 

Heimferð 

Við ákváðum síðan að taka hádegisflugið heim þar sem kvöldflugið var fullt. Það reyndist vera vel til fundið þar sem  kvöldflugið lenti í töluverðum hremmingum vegna snjókomu í keflavík m.a. og var fólk ekki komið heim til sín fyrr en kl. 0300 um nóttina. 

En þar með lauk 5 daga heimsókn okkar til London og erum við mjög ánægð með þessa merkilegu borg.  Við eigum örugglega eftir að kíkja aftur í heimsókn og skoða meira og kannski líka versla eitthvað smá.

Kv. Kej.  


London Calling ferðasaga 2.hluti

Það var ekki laust við að nokkurar eftirvæntingar gætti hjá mér þennan fyrsta morgun í lundúnaborg.  Með því að fara degi fyrr höfðum við búið okkur til aukafrídag í london sem við gátum ráðstafað að eigin vild. Við gátum semsagt skoðað það sem okkur lysti og farið þangað sem við vildum. London býður upp á ótal áhugaverða staði til að skoða, söfn, garða og sögulega merkilega staði. Westminster Abbey, Big Ben, London Bridge, Buckingham Palace, Trafalgar Square ofl, ofl,. 

Okkar fyrsta morgun í London fórum við því í Primark. Primark er semsagt lágvöruverðs verslun sem selur fatnað. Alveg geggjað stuð. Eftir mína meintu matareitrun þá var ég ekki alveg skemmtilegasti verslunarfélaginn og eyddi morgninum fyrir utan helstu verslanir Oxfordstrætis á meðan betri helmingurinn tók púlsinn á vetrartískunni í ár. En að öllu gríni slepptu þá er alveg hægt að versla sér til óbóta á oxford street og mikill fjöldi verslana.  

Eftir hádegi fórum við síðan í sightseeing. Keyptum okkur vikupassa í neðanjarðarlestarnar og tókubigbenm straujið niður á Westminster. Kíktum þar á Big Ben, Westminster Abbey, London Eye ofl. röltum síðan eftir Birdcage Walk upp að Buckingham Palace og kíktum aðeins á her majesty. Breski fáninn var að hún og eftir því sem við best vitum þýðir það að drottninginn væri in da house. Ég komst að því að það er hægt að eyða alveg ótrúlegum tíma í að fjasa um gardínur.  Hinar konunglegu gardínur féllu semsagt ekki í kramið hjá íslensku kennarastéttinni svo vægt sé komist að orði. 

Um kvöldið fórum við síðan ásamt föngulegum hópi kennara úr holtaskóla, á Circue du Soleil í  Royal Albert Hall, hvorki meira né minna. Þetta er farandsýning og stoppa þau í london í rétt rúman mánuð.  Sýningin þeirra nefnist Varekai og var nokkuð mögnuð.  Varekai þýðir "hvar sem er"  á hinu forna Romany sígaunamáli og söguþráðurinn byggir lauslega á grísku sögninni um Icarus. Í stuttu máli er þetta geggjuð sýning og veisla fyrir augu og eyru. Öll tónlist er lifandi og framvinda sögunnar er keyrð áfram af tveimur sögumönnum (manni og konu) sem syngja og túlka það sem er að gerast. Rosaleg akróbatík og trúðarnir alveg æðislegir. 

RoyalAlbertHallBara það að vera í Royal Albert Hall var mikil upplifun.  Þetta hús opnaði 1871 og hefur hýst ótrúlegan fjölda viðburða í gegnum árin. Þarna hafa allar helstu stjörnur hvers tíma komið fram og skemmt háum sem lágum.  Á veggjum má sjá myndir af hinum og þessum atburðum sem haldnir hafa verið þarna og má sjá tennisleik, sumokeppni, tónleika, söngleiki, bókakynningu ofl. ofl. Mér  fannst gríðarlega merkilegt að fá að koma í þetta merkilega hús með þessa miklu sögu.  

Eins og allra okkar ferða í þessari ferð þá fórum við fram og til baka með the tube og verð ég að segja að neðanjarðarkerfið þeirra er alveg frábært.  Mjög auðvelt að átta sig á því, mjög skýrt og  góð upplýsingagjöf til farþega. Hægt að þvælast um borgina þvera og endilanga fyrir lítinn pening.  

Meira síðar...

Kv. Kej. 


Brotinn kragi og laus hundur.

Jæja kallinn hafði það af að mölbrjóta kragann sinn fína og því þurfti að hringja út dýralækni á þriðjudagskvöldið og fá hjá honum nýjan kraga. Hann kíkti í leiðinni á sauminn og sagði allt vera á góðri leið.  Í gær stakk gæjinn síðan af.  Hann hafði verið úti í garði með Gyðu að leika sér aðeins þegar hann sér lausan hund hlaupa hjá.  Okkar maður náttúrulega lang spenntastur að fara að leika við þennan hund og þurfti ég að hlaupa ansi langt á eftir þessum tveim villingum áður en ég fékk Goða til þess að koma til mín.  Ég hafði nokkrar áhyggjur vegna þess að hann var enn með sauminn í sér og mátti helst ekki vera að fara neitt í hann og einnig að ég myndi hreinlega týna honum.  En allt fór þetta þó vel að lokum. Joyful

Kv.

Kej 


London Calling ferðasaga. 1. hluti.

Við hjónin skruppum til lundúna í fimm daga nú í byrjun árs. Inga var að fara ásamt nokkrum samkennurum á tölvu og tækniráðstefnu sem kallast BETT og er haldin árlega. Þar sem ég var í aðstöðu til að skella mér með þá gerði ég það. Ég hafði aldrei komið til london áður en Inga fór þegar hún var lþó nokkuð yngri. Við vorum því nokkuð forvitinn að koma þangað. Einhverra hluta vegna höfum við ekkert verið neitt rosalega spennt fyrir london.  Við höfðum bæði þá mynd í höfðum okkar að þetta væri óhrein, óörugg og fúl borg sem í byggju bara fótboltabullur og annar leiðindalýður GetLost. Vá hvað við höfðum rangt fyrir okkur.símaklefi

Við ákváðum að fara út degi fyrr en kennarahópurinn þar sem flugið þeirra var orðið nokkuð þétt bókað (alltaf stuð að ferðast á starfsmannmiðum). Við tókum síðdegisflugið og vorum komin uppá hótel um kl. 2200.  Hótelið heitir Jurys Clifton og er rétt fyrir ofan Oxford street.  Við vorum sársvöng eftir ferðalagið og fórum strax út að leita að einhverjum veitingastöðum.  Við fundum fljótlega littla þyrpingu af matsölustöðum og gátum valið á milli amerísks, ítalsks, líbansks eða fransks matseðils. Fyrir utan líbanska staðinn sat fólk og reykti vatnspípur og í einfeldni okkar töldum við víst að þarna væri einhver ópíumbúlla og gengum frekar hratt framhjá.  Við völdum þann franska og fengum okkur sæti á Cafe Rouge.  Ævintýraþráin hafði gripið mig heljartökum á þessari stundu og ég ákvað að velja mér eitthvað sem hljómað ægilega franskt á matseðlinum. Þarna sátum við því skötuhjúin, hún með glas af chardonnay og ég með le tartalette au...eitthvað og hlustuðum á je t´aime InLove sem hljómaði um kaffihúsið. Ægilega franskt eitthvað.

Síðan fórum við að sofa og ætluðum heldur betur að sofa út og njóta þess að vera í fríi. Kl. 0300 um nóttina vaknaði minn með magakveisu dauðans og hélt ég fyrst að ég væri komin með ælupest sem hafði verið að ganga og þetta langþráða frí væri farið í vaskinn (eða klósettið).  Eftir að hafa skilað tartalettunum sína leið þá leið mér nú snöggtum betur og líklega hefur þeim einum verið um að kenna enda fékk ég þá skýringu að tartalettur væru helst notaðar undir afganga.  Aldrei að panta sér tartalettur ef maður er á veitingastað í útlöndum. Sickbb

Komumst síðan að því að starfsmannalyfturnar voru staðsettar rétt fyrir utan herbergið okkar og vöknuðum við einhver ding og dong ansi snemma. En þegar maður er þreyttur þá lætur maður svoleiðis nokkuð ekki raska rónni og við snerum okkur bara á hina hliðina og sváfum aðeins lengur.

Meira síðar.  

 

Kv.

KJ 

 


Vesen að vera með þennan kraga.

Mikið svakalega er fúlt að þurfa að vera með þennan leiðinda kraga um hálsinn Devil . Maður rekst í allt og festir sig í öllu. Getur varla leikið sér eða knúsast almennilega með þennan ófögnuð.  Annars er Goði ótrúlega góður að vera með kragann á sér.  Við reynum að taka hann af honum í smástund í einu svo hann geti klórað sér almennilega og tekur hann því vægast sagt fegins hendi.  En hann fer líka fljótlega að tékka aðeins á sárinu sínu þannig að það þarf mjög mikið eftirlit með honum þegar kraginn er ekki á.  Farið er að sjá á húsgögnum og fótleggjum heimilisfólks og munum við fagna því mjög þegar hann losnar við kragann endanlega þann 4. feb. Grin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband