Að senda frá sér barnið sitt.

Bergur fór á Heiðarholt um daginn og var þar í eina viku.   Ekki laust við að við værum farin að sakna hans og var hann sjálfur ánægður að vera komin heim til sín. "Búin að vera á Heiðarholti" sagði hann við mömmu sína um kvöldið "nú vera heima hjá mömmu".  

En mikið er lífið annars öðruvísi þegar þessi elska fer út af heimilinu í ekki lengri tíma en þetta.  Eins og okkur finnst erfitt að láta hann frá okkur í heila viku þá er alveg ótrúlegt hvað mikið breytist við það. Allt í einu á maður fullt af tíma til að sinna hinu og þessu. Húsverk og hobbý, viðhald (sko heimilis viðhald meina ég ekki hinsegin viðhald þið vitið) og bara almennt vesen, Allt í einu hefur maður tíma til að stússast í þessu öllu saman.  Maður venst síðan bara því umhverfi sem maður lifir við og þegar litli kallinn er kominn heim er maður fljótur að detta í það mynstur sem fylgir honum.  Oft er þetta bara spurning um að vera ekki með of miklar væntingar þá eru færri vonbrigði Wink.

Í gegn um tíðina hafa nokkuð margir einstaklingar komið að honum Bergi sem stuðningsaðilar ýmiskonar. Misjafnir einstaklingar með misjafna sýn á lífið eins og gengur og gerist.  Við gerðum okkur fljótlega grein fyrir því að sjálfsagt yrði mikið um mannabreytingar í þessum málum þar sem ekki væri hægt að búast við því að fólk entist lengi í svona störfum.  En mikið rosalega höfum við verið lánsöm með þá sem hafa viljað kynnast og styðja við hann Berg okkar.  Án þess að nefna ákveðin nöfn umfram önnur þá finnst okkur með ólíkindum hvað margir frábærir einstaklingar hafa kosið að koma inn í lífið hans Bergs og hans fjölskyldu. Allt frá því að hún Þuríður tók við honum á fyrsta degi í  leikskóla og þar til í dag höfum við átt ótrúlegu láni að fagna í þessum málum.  

Ragnarssel og Heiðarholt eru skýr dæmi um þetta því mannauðurinn sem falinn er í starfsfólkinu þar er mjög mikill. Þessar stofnanir eru algerlega eins góðar eða slæmar og starfsfólkið sem vinnur þar.  Það er hverju foreldri erfið ákvörðun að þurfa hálfpartinn nauðug að senda barnið sitt í burtu, hvort sem það er í eftirmiðdag, yfir helgi eða í heila viku.  Bergur vill yfirleitt ekki fara í burtu og kvartar og jafnvel grætur þegar verið er að fara yfir planið með honum. Eðlilega er það ekki til að auðvelda okkur. Það er því ómetanlegt fyrir okkur að vita af því að vel er hugsað um hann og að hann fær að njóta sín í þessum vistunum.  Enda kemur hann nánast alltaf mjög glaður heim og í góðu jafnvægi. 

Og þar sem Bergur segir foreldrum sínum ekki frá því sem á daga hans hefur drifið þá er það eini mælikvarðinn sem höfum á það hvort það hafi verið gaman Grin hjá honum eða ekki Angry.  

Kv.

Kej 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 21236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband