Haltur hundur,harðsperrur og hetjudáðir.

Aumingja Goði er orðin haltur á hægri framlöpp. Við tókum eftir þessu einn daginn og vitum enga skýringu á þessu. Þegar hann stendur upp úr liggjandi stöðu haltrar hann í smá stund en síðan dregur úr því og á endanum fer það.  En um leið og hann leggst aftur stendur hann upp jafn haltur og áður.  Fórum á endanum með hann til dýralæknis sem skoðaði hann og sagði að líklega væri hann tognaður á löppinni.  Fékk bólgueyðandi töflur og fyrirskipað að taka því rólega í fimm daga.

Málaraverktakarnir (Krissi og Inga) vinna hörðum höndum að því að mála slotið á þverholti 7 og þó að gangi kannski pínu hægt þá er þetta allt að koma.  Eina sem við gleymdum að gera ráð fyrir var að hvorugt okkar er 17 ára ennþá og harðsperrurnar eftir að standa í stiga og mála  upp fyrir sig eru eitthvað sem ég myndi ekki óska mínum verstu óvinum.  En á endanum verður þetta búið og þá man engin hvort þetta tók eina viku eða 2 mánuði.  

Þegar við hjónin vorum í London í maí mánuði tókum við þá ákvörðun að ná okkur í hlaupaprógramm og stefna markvisst að því að taka þátt í reykjavíkurmaraþoninu í ár.  Nú þegar stutt er í fyrrnefnt maraþon hefur sá sem þetta skrifar ekki hlaupið í annað en spik á meðan að betri helmingurinn hljóp 8km í gær og hefur núþegar skráð sig í að hlaupa 10km í reykjavíkurmaraþoninu.  Ég verð að viðurkenna að mér finnst hún vera þvílík hetja og ég vildi óska þess að ég væri jafn duglegur og hún.

Lykilinn að þessu hjá henni er að hún fór hægt af stað og bætti við sig jafnt og þétt.  Ég er aftur á móti þessi gæi sem byrjar á að hlaupa 10km og er síðan rúmfastur Sick í viku með harðsperrur dauðans. 

Kv. Kej 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 21232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband