FÍFA 2008

Ég fékk vinsamlega ábendingu um að í þessu bloggi okkar hefði bara alls ekkert verið minnst á nýjasta ferfætta  fjölskyldumeðliminn. Ábendingin átti svo sannarlega rétt á sér þar sem hún er ekki aðeins rétt heldur líka sönn. Það eru auðvitað stórtíðindi á hverju heimili þegar við bætist aukameðlimur upp á u.þ.b. hálft tonn. En til að gera langa sögu stutta, þá fjárfestum við í einu stykki af hrossi um daginn. 

Eins og áður hefur verið komið inn á í þessu bloggi þá hefur þessi fjölskylda einhvernvegin alltaf verið með annan fótinn úti í hesthúsi.  Systkini hennar Ingu eru svo mikið á kafi í þessu sporti að rétt standa hælarnir upp úr. Hún sjálf hefur líka aðeins dýft tánni úti (svona upp að hné eða svo) og að auki höfum við verið með Berg í þroskaþjálfun á hestbaki frá því hann var smápatti. Undirritaður aftur á móti hefur reynt hvað hann getur til þess að spyrna við fótum en algerlega án árangurs.  

Það tók svo endanlega steininn úr þegar litla skottið okkar hún Gyða tók hestabakteríuna á svo háu stigi að engin sýklalyf dugðu á.  Þar sem útséð var um að þetta væri einhver skammtíma sýking, heldur miklu líkara vírussýkingu, var ekki um annað að ræða en að næra þessa bakteríu aðeins og sjá hvert það leiddi okkur. Hún fór í reiðskóla og síðasta vetur fengum við lánaðan hest, hann Hauk, og átti Gyða að sjá um hann yfir veturinn.  Með mikilli aðstoð frá uppáhalds frænku sinni, henni Hönnu Möggu tókst Gyða á við þetta verkefni og aldrei dró úr áhuganum.  

Fyrir þennan vetur höfðum við því verið á höttunum eftir hesti annað hvort til leigu eða til að kaupa.  Við vorum búin að skoða okkur aðeins um þegar hún Hulda stórvinkona okkar og hestasérfræðingur með meiru, hringdi og sagðist hugsanlega vera með hest fyrir okkur.  Eftir að hafa skoðað hestinn með aðstoð sérfróðra hestamanna (Snorra og Hönnu Möggu) var ákveðið að fjárfesta í gripnum og fékkst hann á mjög sanngjörnu verði.  

Um er að ræða leirljósa meri og ég held að hún sé 21 vetra gömul.   Mér fróðari menn um hestamál (sem er c.a. 98% landsmanna) segja að um fínasta kvikindi sé að ræða og þrátt fyrir háan aldur á pappír þá eigi hún alveg nokkur ár inn (held ég hafi notað þennan texta orðrétt á síðasta afmæliskorti hjá frúnni Whistling).  Merin ber nafnið Fífa og var það í fyrsta sinn sem ég gat á einhvern hátt fundið einhverskonar samsömun við hest og mun ég aldrei kalla klárinn annað en FIFA samanber knattspyrnusambandið eða bara Playstation leikurinn Tounge .

Skráðir eigendur af hrossinu eru 2, Gyða Sveinbjörg og Bergur Edgar.  Bergur lætur sér fátt um finnast, á yfirborðinu að minnsta kosti en hinn eigandinn er afar, afar ánægður svo vægt sé til orða tekið. Ef einhver fengi lýsingu af dýrinu frá henni án þess að berja það augum þá myndi sá sami hald að hér væri komin Pegasus sjálfur, vængjaður og  tilbúin til orrustu. Hún fékk að fara einu sinni á bak þegar Fífa kom til sinna nýju heimkynna og tók sig bara vel út. 

Í vetur verður því áframhald á hestamennsku hjá fjölskyldunni á Þverholti 7, eða alla veganna hjá 75% ábúenda. 

 

Kv.

Kej


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 21231

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband