13.8.2008 | 13:42
Maraþon og Ragnarssel
Kæru vinir. Eins og einhverjir vita þá hef ég verið að undirbúa mig undir þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Ég hef verið að hlaupa síðan í maí, með dyggri aðstoð frá Goða . Honum þykir þetta ótrúlega skemmtilegt og víkur ekki frá mér þegar ég er búin að klæða mig í hlaupafötin - eltir mig um allt hús til að missa örugglega ekki af mér.
Af hverju að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni? Því þar er hægt að velja sér góðgerðarfélag, safna áheitum og skila vonandi einhverju af sér . Ég er þegar búin að skrá mig og hleyp fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum - en hef fengið leyfi til að allt sem kemur inn sem áheit á mig í þessu hlaupi renni óskert til uppbyggingar á hinu nýja Ragnarsseli. Já það á að stækka Ragnarssel núna í haust. Gylfi sjúkraþjálfari er að fara annað og þá fá börnin í dagvistuninni meira rými til að örva og þroska líkama og sál. Það er alltaf að fjölga þeim börnum sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Nú hvet ég ykkur kæru vinir að heita á mig í þetta hlaup og gleðja í leiðinni Berg og vini hans á Ragnarsseli.
Munið bara að margt smátt gerir eitt stórt og hvatning ykkar á eftir að verða mér ómetanleg þegar 10 km verða hlaupnir. Þeir sem hafa áhuga geta smellt hér og fundið mig í leitarglugganum. Áheit á mig fara síðan sjálfkrafa á þroskahjálp á suðurnesjum (Ragnarssel).
Bestu kveðjur, Inga Sveina
(Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Go Inga, Go Inga !!!!
Nú verður þú að standa þig þar sem ég og bróðir þinn erum búin að heita á þig. Þú manst það má alltaf skríða seinustu metrana ef allt annað klikkar hahaha !!! En ég veit að það klikkar ekkert og þú klárar þetta með stæl !!!
Kveðja Sigrún og Þórir
Sigrún og Þórir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:22
Takk fyrir elsku bróðir og mágkona. Díí... engin smá pressa. Eins gott að maður hafi þetta af. Er í hvíld fram að hlaupi og svo er bara að hafa gaman af þessu . Kv. Inga Sveina
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.