21.8.2008 | 17:56
Vandræði með áheit
Það hafa verið ýmiskonar vandræði með vefsíðu reykjavíkurmaraþonsins og hafa einhverjir lent í vandræðum með að heita á hlaupara .
Virðist sem að Inga Sveina komi ekki alltaf upp þegar nafnið hennar er notað sem leitarskilyrði. Ég held að það virki samt alltaf ef það er bara farið í reitinn góðgerðarfélag og valið þroskahjálp á suðurnesjum. Ekki fylla neitt nafn á hlaupara inn bara smella á leita. Þá kemur upp listi með öllum hlaupurum sem hlaupa til styrktar þroskahjálp á suðurnesjum og þar á meðal er Inga Sveinbjörg.
Áheitaferlið er semsagt í nokkrum þrepum:
Smella á "heita á hlaupara"
Velja þroskahjálp á suðurnesjum og smella á leita.
Velja Ingu Sveinbjörgu.
Þegar búið er að smella á Ingu kemur upp gluggi þar sem sett er sú upphæð sem á að heita á hana.
Næst þarf að setja inn kreditkortaupplýsingar og ég held það þurfi að staðfesta að lokum.
Skemmst frá því að segja að áheitin hrúgast inn og komin alveg gífurleg pressa á hlauparann að ná allaveganna að drattast yfir endamarkið.
Og fyrir þá sem ætla að heita á kellinguna þá er hægt að gera það hérna.
Kv.
Kej.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tókst loks í þrítugustuogníundu tilraun að heita á þig!! Good luck darling! Knús, HGG
Hulda G. G. (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.