Hlaupi lokið - áheit ekki endurgreidd :)

Takk takk allir þeir sem hétu á mig í 10 km hlaupinu.  Með ykkar aðstoð náði ég að safna 64.000 krónum sem renna til Ragnarssels.  Þetta var meiriháttar.  Við Ása hlupum þetta saman alla leið og þvílík upplifun.  Það var alveg magnað að sjá alla troðfullar götur fyrir framan mann - allskonar fólk og allir að hlaupa 10 km.  Gæsahúð niður í tær.  Það sem var líka alveg magnað var allt fólkið sem stóð hér og þar við hlaupaleiðina og hvatti okkur áfram - maður fékk orku frá þessu fólki.  Í einni götu stóðu þónokkuð margir íbúar á tröppunum með machintosh dósir og sleifar og barði í - aftur gæsahúð Smile.  Mér fannst samt sætast að sjá lítinn gutta sem hélt á stóru plakati og á því stóð "Áfram mamma" Halo  Eitthvað er álagið á fæturna farið að segja til sín en við Ása kláruðum hlaupið saman fyrir Ragnarssel - og ótrúlegt hvað það hélt manni hlaupandi allan tímann.  Ég var alltaf að hugsa að ég mætti ekki gefast upp því annars fengju þau ekki peninginn - og fyrir vikið varð þetta miklu léttara hlaup en ég átti von á.  Tíminn var svona lala - 1 klst og 20 mín en ég hef tækifæri á að bæta tímann minn í Suðurnesjamaraþoninu sem verður á ljósanótt þann 6. sept (eftir 2 vikur).

Ég er nokkuð spennt að fá að vita hvað safnaðist í það heila því ég held að það hafi verið 10 hlauparar að hlaupa fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum - Frábært.

Enn og aftur takk fyrir stuðninginn - þið voruð frábær.

Inga Sveina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Þetta blogg er dagbók 4 manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.

Upphaflega var hugmyndin með þessu bloggi að leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu þjálfunar á border collie hundi sem við fengum um árámótin 2008. Markmið þjálfunar var m.a. að kenna hundinum honum Goða að passa upp á hann Berg sem er einhverfur 13 ára drengur. Við vildum líka geta horft til baka og skoðað þetta aðeins í baksýnisspeglinum. 

Bloggið hefur síðan þróast aðeins  og hinar og þessar hugleiðingar hafa dottið hingað inn og ekkert endilega tengdar honum Goða sem bloggið er þó nefnt í höfuðið á. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur og jafnvel koma með innlegg eru velkomnir. Fjölskyldumeðlimir eru:

Kristinn Edgar Jóhannsson

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Bergur Edgar Kristinsson

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Goði Freyr Gyðuson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 21205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Teppi
  • Hetta
  • ...imag0101
  • ...090228_2_31
  • ...skur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband